Previous Page  73 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 73 / 161 Next Page
Page Background

Kafli 2 • Rúmfræði og hönnun

71

2.41

Á teikningunni sést húsgafl. Hæðin upp í mæni er 5,1 m.

a

Mældu og finndu hvaða mælikvarði er notaður.

b

Mældu og reiknaðu út hversu breitt húsið er í raunveruleikanum.

2.42

Fjarlægðin milli Parísar og Dakar er í loftlínu 4200 km.

Á landakorti er þessi fjarlægð 8,4 cm.

a

Hver er mælikvarðinn á kortinu?

b

Á öðru landakorti er loftlínan Reykjavík-Mogadishu 13,5 cm.

Mælikvarðinn á landakortinu er 1 : 66 000 000.

Hversu langt er þetta í loftlínu í raunveruleikanum?

2.43

Teiknaðu strikið hér til hliðar og ferninginn í mælikvarðanum 2 : 1 og 1 : 4.

a

Finndu lengd striksins og flatarmál ferningsins á nýju teikningunum.

b

Hafa lengdirnar stækkað eða minnkað?

c

Hvert er hlutfallið milli flatarmála ferninganna? Hafa ferningarnir

stækkað eða minnkað?

d

Hugsaðu þér að þú sért með tening þar sem hliðarnar eru 2 cm. Þú átt

að búa til nýjan tening í mælikvarðanum 2 : 1. Finndu lengd hliðarbrúna,

flatarmál hliðarflata og rúmmál nýja teningsins. Hvert er hlutfallið milli

rúmmálanna?

e

Sama tening á einnig að gera eftirmynd af í mælikvarðanum

1 : 4. Finndu lengd hliðarbrúna, flatarmál hliðarflata og rúmmál

nýja teningsins. Hvert er hlutfallið milli rúmmálanna?

f

Settu fram reglu um tengsl flatarmáls og rúmmáls forma sem eru

minnkuð og stækkuð í ákveðnum mælikvarða.

2 cm

2 cm

2 cm

2 cm

2 cm