Sýnidæmi 7
Við segjum að
mælikvarðinn sé
1 á móti 82.
Kafli 2 • Rúmfræði og hönnun
67
Finna og nota mælikvarða
Á myndinni sést Karen sem í raunveruleikanum er 164 cm
á hæð. Hún stendur fyrir framan stóran malarflutningabíl.
Við segjum að myndin sé eftirmynd af raunveruleikanum.
Í þessu tilviki er um minnkun að ræða.
Mælikvarði
er hlutfallið milli lengdar eftirmyndar
og samsvarandi lengdar á frummyndinni.
Mælikvarðinn 1 : 100 merkir að 1 eining
á eftirmyndinni samsvarar 100 einingum á
frummyndinni.
Notaðu myndina og upplýsingarnar í textanum hér fyrir ofan til að finna
hæð bílsins.
Tillaga að lausn
Á myndinni er Karen 2 cm á hæð. Í raunveruleikanum er hún
164 cm á hæð.
Mælikvarði:
2 : 164 Við styttum báðar tölurnar með 2.
1 : 82
Við mælum hæð malarflutningabílsins og fáum út að hann
sé 8,4 cm á myndinni.
Mælikvarðinn segir okkur að 1 cm á myndinni samsvari 82 cm
í raunveruleikanum.
8,4 cm · 82 = 688,8 cm ≈ 6,9 m
Malarflutningabíllinn er um það bil 6,9 m hæð.
2.35
Eiffelturninn er 324 m á hæð. Í minjagripaverslun eru seldar litlar
lyklakippur sem eru eftirmyndir af Eiffelturninum. Þær eru 3 cm á hæð.
Í hvaða mælikvarða eru eftirmyndirnar gerðar?
2.36
Ráðhúsið í Ósló er 66 m á hæð þar sem það er hæst. Á póstkorti með mynd
af ráðhúsinu er samsvarandi hæð 7,5 cm.
Í hvaða mælikvarða er myndin á póstkortinu?
Eftirmynd
Hver punktur
á eftirmynd hefur
samsvarandi
punkt á frum-
myndinni.