Previous Page  61 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 61 / 161 Next Page
Page Background

Kafli 2 • Rúmfræði og hönnun

59

Að sýna einslögun

Skýjamyndirnar tvær hér til hægri eru einslaga vegna þess að

myndirnar hafa sama form, það er að segja þær eru eins í laginu.

Þær eru bara misstórar. Á sama hátt eru þríhyrningarnir tveir einslaga.

Þótt annar sé stærri en hinn og honum hafi verið snúið lítillega með tilliti

til hins er form þríhyrninganna alveg eins. Form þríhyrnings ákvarðast af

hornunum.

Þegar ætlunin er að sýna fram á einslögun er gengið út frá hornunum.

Við getum ekki mælt hornin en við getum útskýrt út frá uppgefnum málum

og stærðfræðilegum tengslum hvers vegna hornin eru eins.

Tveir þríhyrningar eru einslaga ef samsvarandi horn þeirra eru

jafn stór.

2.17

Skoðaðu myndirnar. Útskýrðu hvers vegna hornin tvö sem merkt eru eins

eru jafn stór.

a

c

b

d

Tvö horn eru jafn stór ef

• þau hafa sama hornamál

• ef hægt er að reikna út að þau hafi sama hornamál

• þau geta fallið hvort ofan í annað

• þau eru topphorn

• þau eru einslaga horn við samsíða línur

• samsvarandi armar hornanna eru hornréttir hvor á annan

l

m

þýðir

l

og

m

eru

samsíða línur.

40°

30°

40°

30°

l

m

l

||

m