Previous Page  57 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 57 / 161 Next Page
Page Background

Kafli 2 • Rúmfræði og hönnun

55

2.4

Athugaðu hvort þríhyrningarnir eru rétthyrndir. Hliðarlengdirnar eru:

a

5 cm, 7 cm, 9 cm

b

8 m, 15 m, 17 m

c

1,8 cm, 2,5 cm, 3,0 cm

d

2,0 cm, 2,1 cm, 2,9 cm

2.5

Notaðu töflureikni og reiknaðu út lengdir hliðanna sem vantar í rétthyrndu

þríhyrningana hér á eftir:

Skammhlið 1 Skammhlið 2

Langhlið

Þríhyrningur 1

12

9

Þríhyrningur

2

9,5

10,7

Þríhyrningur

3

13,0

14,8

2.6

Húsgagnasmiðir og húsasmiðir þurfa oft að nota rétt horn þegar þeir smíða

húsgögn eða byggja hús. Pýþagóríska þrenndin 60, 80, 100 er mikið notuð

til að ganga úr skugga um að t.d. horn í herbergi séu rétt. Þá mælir maður

60 cm frá horninu eftir öðrum veggnum og 80 cm eftir hinum veggnum

og merkir punktana. Ef hornið er 90° á að vera nákvæmlega 1 metri milli

þessara tveggja punkta (einmitt pláss fyrir metrakvarðann í skólastofunni).

a

Rannsakaðu hvort eitthvert horn í kennslustofunni eða heima er 90°

með því að nota pýþagórísku þrenndina 60, 80, 100.

b

Finndu þrjár aðrar þrenndir sem þú getur notað til að kanna hvort horn

er rétt.

2.7

Bílskúr Ómars hefur rétthyrndan grunnflöt þar sem breiddin er 4 m

og lengdin er 6 m.

Hversu löng er hornalínan?

2.8

Þvermálið

AB

í hring er 12 cm á lengd.

Á hringboganum er punkturinn

C

þar sem

AC

er 4 cm.

Hversu löng er hliðin

BC

?

2.9

Grunnflötur píramída er ferningslaga með 8 m hlið.

Hæð píramídans er 10 m.

Finndu flatarmál eins hliðarflatarins.

80 cm

60 cm

100 cm

B

A

C

Pýþagórísk

þrennd eru

náttúrlegar tölur

sem passa inn í

Pýþagórasarregluna.