Previous Page  53 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 53 / 161 Next Page
Page Background

Kafli 2 • Rúmfræði og hönnun

51

Ýmis verkefni

Könnun á rétthyrndum þríhyrningi 1

Þið þurfið

• rúðustrikað blað með 1 · 1 cm rúðum

• reglustiku

• horn eða gráðuboga

Aðferð

Notaðu línurnar í rúðunetinu til að teikna rétthyrndan

þríhyrning á miðju blaðsins. Þú ræður stærðinni en þú

átt að nota heila reiti.

Láttu hverja hlið í þríhyrningnum vera hlið í ferningi og

teiknaðu ferningana þrjá út frá þríhyrningnum. Notaðu

horn eða gráðuboga til að fá nákvæmlega 90° horn

þar sem þú getur ekki notað reitina. Finndu flatarmál

ferninganna þriggja með því að telja reitina.

Til að fá nákvæmt flatarmál ferningsins sem er út

frá langhlið þríhyrningsins skaltu líta á hverja hlið

sem hornalínu í rétthyrningi eins og bláu línurnar á

myndinni sýna.

Skráðu niðurstöður allra í bekknum inn í töflu:

Nemandi

Flatarmál

minnsta

ferningsins

Flatarmál

ferningsins í

miðstærðinni

Flatarmál stærsta

ferningsins

Skoðaðu tölurnar í töflunni.

Hvaða tengsl finnur þú milli flatarmála ferninganna þriggja?