Markmið
60°
60°
60°
40°
50°
90°
30°
30°
120°
45°
45°
90°
Skali 3A
50
Þríhyrningareikningar
HÉR ÁTTU AÐ LÆRA AÐ
• reikna út óþekktar hliðar í rétthyrndum þríhyrningi
• reikna út hliðar í nokkrum sértilvikum þríhyrninga
• færa rök fyrir einslögun
• reikna út hliðar einslaga forma
Þríhyrningurinn er sá marghyrningur sem hefur fæstar hliðar. Öllum öðrum
marghyrningum er hægt að skipta í þríhyrninga. Þess vegna er þríhyrningurinn
mikilvægt grunnform í rúmfræði. Þar sem við getum gert ýmsa útreikninga á
þríhyrningum getum við einnig gert útreikninga á mörgum öðrum formum.
Þríhyrningar með mismunandi eiginleika og einkenni bera mismunandi heiti:
Jafnhliða
Jafnarma
Rétthyrndur
Gleiðhyrndur Hvasshyrndur
Allar hliðar eru
jafn langar.
Tvær hliðar
eru jafn langar.
Eitt horn
er 90°.
Eitt horn er
stærra en 90°.
Öll hornin eru
minni en 90°.
2.1
Hvers konar þríhyrningar eru þetta?
a
b
c
d
Skammhlið
Skammhlið
Langhlið
Skammhlið
Í rétthyrndum
þríhyrningi kallast
tvær styttri
hliðarnar
skammhliðar.
Þessar tvær hliðar
eru armar rétta
hornsins í
þríhyrningnum.
Langhlið
er lengsta hliðin
í rétthyrndum
þríhyrningi. Hún
er mótlæg hlið
rétta hornsins.