Previous Page  49 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 49 / 161 Next Page
Page Background

Kafli 1 • Persónuleg fjármál

47

Þjálfaðu hugann

1.104

Í apríl fyrir nokkrum árum hækkaði íþróttaverslun verð á hjóli um 10%.

Í september sama ár lækkaði verslunin verðið á sama hjóli um 10%.

a

Hvert var verðið í september? Er verðið það sama í september

og það var í apríl?

b

Hvað hefði hjólið kostað ef verðið í apríl hefði fyrst verið lækkað

um 10% og því næst hækkað í september um 10%?

1.105

Lárus fór einu sinni sem oftar í verslunarferð. Í einni versluninni stóð

á veggspjaldi: „Helmingsafsláttur af útsöluverði á öllum peysum!“

Hann fann peysu með 25% afslætti.

Hve mörg prósent afslátt samtals fékk Lárus af verði peysunnar?

1.106

Bátasali seldi tvo báta, báða fyrir 450 000 kr. Annan bátinn seldi

hann með 25% tapi en hann græddi 25% á sölu hins bátsins.

a

Hvert var upphaflegt verð bátanna?

b

Hvert var tapið eða gróðinn í peningum?

1.107

Matvöruverslun auglýsti að matvöruverðið hefði verið lækkað um

upphæð sem nam virðisaukaskattinum. Vitað var að matvöruverslunin

þurfti að greiða vsk. til skattayfirvalda. Berðu saman eldra verðið og

nýja verðið án vsk.

Um hve mörg prósent var varan lækkuð?

1.108

Fataverslun seldi buxur á 6000 kr. Næsta dag lækkaði verslunin verðið á

buxunum um 10%. Daginn eftir hækkaði verslunin verðið aftur um 10%.

Þannig var verðið ýmist hækkað eða lækkað um 10% á hverjum degi í

alls tuttugu daga.

Hvert var verðið á buxunum eftir þetta?

1.109

Haraldur átti 47 000 kr. í banka á tveimur mismunandi reikningum. Hluti

peninganna var á reikningi með 2% ársvöxtum. Afgangurinn af peningunum

var á öðrum reikningi sem gaf 1,5% ársvexti. Eitt árið fékk Haraldur samtals

840 kr. í vexti.

Hve há fjárhæð var á hvorum reikningi fyrir sig?