Skali 3A
46
Gildisbreyting
1.97
Íþróttavöruverslun seldi hjól á 50 000 kr. Þegar leið á sumarið var
ákveðið að lækka verðið um 25%. Nokkru síðar var verðið aftur lækkað
um 10% af hinu niðursetta verði.
Hvað kostaði hjólið eftir þetta?
1.98
Gróa og Geir keyptu fyrir löngu bát á 2 000 000 kr.
Á hverju ári lækkar verðgildi bátsins um 8%.
Hvert var verðgildi bátsins eftir 3 ár, 5 ár og 10 ár?
1.99
Lítil íbúð kostaði fyrir mörgum árum 12 000 000 kr.
Hún hækkaði í verði um 5% á hverju ári.
Hvert var verðgildi íbúðarinnar eftir 2 ár, 5 ár og 8 ár?
1.100
Fyrir mjög mörgum árum keypti listaverkasafnari listaverk fyrir
5 000 000 kr. Á hverju ári hækkuðu listaverkin um u.þ.b. 10%.
Hvers virði voru listaverkin eftir 1 ár, 5 ár, 10 ár og 20 ár?
1.101
Arnór vann sér inn 2200 kr. á klst. Yfirmaðurinn hækkaði launin um
10% en viku seinna sá hann eftir öllu saman og lækkaði launin um 10%.
Hver voru tímalaun Arnórs eftir þetta?
1.102
Verð á jakka var hækkað um 30%. Nokkrum vikum síðar
var jakkinn auglýstur á upphaflega verðinu.
Um hve mörg prósent var verðið þá lækkað?
1.103
Baldur keypti hengirúm með 30% afslætti. Eftir að hafa notað hengirúmið
um hríð var hann svo ánægður með það að hann keypti annað til að gefa
kærustunni sinni. Að þessu sinni hafði verðið verið lækkað um 50% af
upphaflega verðinu. Baldur borgaði samtals 5400 kr. fyrir bæði hengirúmin.
Hvert var upprunalega verðið á hengirúminu?