Previous Page  47 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 47 / 161 Next Page
Page Background

Kafli 1 • Persónuleg fjármál

45

1.93

Bekkjardeild nokkur ætlaði að safna fyrir skólaferðalagi. Nemendurnir

ákváðu að framleiða sápu til að selja. Til að búa til og pakka inn sápu þurfti:

Efni

Verð án vsk.

Sápugrunn, 5 kg

6250 kr.

Ilmolíu, lavenderilm, 10 ml

640 kr.

Ilmolíu, liljuilm, 10 ml

520 kr.

Litarefni (3 glös matarlit)

1200 kr.

Sápuform úr plasti

2800 kr.

Plastfilmu

500 kr.

Sellófan

1000 kr.

Gjafabönd

500 kr.

a

Nemendurnir keyptu inn allar vörurnar í töflunni til að geta byrjað að

framleiða sápuna. Notaðu töflureikni og reiknaðu út hvað þau þurftu

að borga fyrir hverja vöru með vsk. og heildarsummu með vsk.

b

Sápurnar sem nemendurnir framleiddu áttu að vera 100 g á þyngd.

Finndu verðið sem þau þurftu að selja hverja sápu á ef ekki átti að vera

tap á framleiðslunni.

c

Reiknaðu heildarhagnað af sápuframleiðslunni ef nemendurnir seldu

hverja sápu á 500 kr.

1.94

Notaðu töflureikni. Hve margir vaxtadagar eru:

a

frá 9. janúar til 30. október

b

frá 25. febrúar til 5. nóvember

1.95

Hugsaðu þér að þú sért að leggja fyrir peninga með því að leggja inn á

reikning í banka. Þú ætlar að bera saman 40 000 kr. inngreiðslu með

3% ársvöxtum og 35 000 kr. inngreiðslu með 4% ársvöxtum.

a

Sýndu í töflureikni hvernig peningaupphæð þín stækkar árlega í tíu ár.

b

Hve lengi þurfa upphæðirnar tvær að standa óhreyfðar í bankanum

þar til þú átt um það bil jafn mikið á báðum bankareikningunum.

1.96

Elías og Edda tóku lán með jöfnum afborgunum að fjárhæð 3 000 000 kr.

Lánið átti að greiða niður á tíu árum. Ársvextir voru 4% og afborgun var

einu sinni á ári. Notaðu töflureikni og finndu heildarkostnaðinn af láninu

þegar það var að fullu greitt.