Previous Page  46 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 46 / 161 Next Page
Page Background

Skali 3A

44

Lán og sparnaður

1.88

Jens og Gauti fóru í sportvörubúð og keyptu sams konar gönguskó.

Verðið á skónum nam 8% af mánaðarlaunum Jens en aðeins 6% af

mánaðarlaunum Gauta. Jens vann sér inn 180 000 kr. á mánuði.

Hver voru mánaðarlaun Gauta?

1.89

Arna keypti sér bát og fékk lán með jöfnum afborgunum í banka.

Lánsupphæðin var 700 000 kr. Hún greiddi lánið á fimm árum með

árlegri afborgun. Ársvextirnir voru 9%. Gerðu afborgunaráætlun fyrir

Örnu í töflureikni. Tilgreindu eftirstöðvar af láninu, vaxtaupphæðina,

afborgunina, heildarkostnað á hverju ári og hversu mikið hún hafði

borgað þegar hún hafði greitt upp lánið eftir 5 ár.

1.90

Heiðrún ætlaði að kaupa nýtt sjónvarpstæki á 180 000 kr. Hún fékk tilboð

um lán sem á að greiða niður á tíu mánuðum með 18 000 kr. afborgun á

mánuði. Vextirnir voru 2,5% á mánuði.

a

Notaðu töflureikni og gerðu afborgunaráætlun fyrir Heiðrúnu.

Tilgreindu eftirstöðvar af láninu, vaxtaupphæðina, afborgun,

heildarkostnað í hverjum mánuði og hversu háar heildargreiðslur

af sjónvarpinu voru eftir 10 mánuði.

b

Sýndu heildarkostnaðinn af láninu í myndriti.

c

Heiðrúnu fannst lánið heldur dýrt og fór í annan banka. Þar var henni

boðið lán með 1,5% vöxtum á mánuði. Að öðru leyti voru lánin eins.

Hve mikið sparaði hún með því að velja síðarnefnda bankann?

1.91

Heildsali nokkur seldi matvörur.

Verðlistinn var gefinn upp án virðisauka-

skatts. Notaðu töflureikni og gerðu

verðlista þar sem vsk. er innifalinn í

verðinu. Matur var með 11% vsk.

1.92

Eðvarð setti 45 000 kr. í banka og

fékk 2,5% ársvexti.

a

Hve mikið fékk hann í vexti eftir

eitt ár og eftir þrjú ár?

b

Hve mörg ár þurftu peningarnir að

liggja í bankanum óhreyfðir til þess

að Eðvarð gæti tekið út að minnsta

kosti 60 000 kr.?

Matvörur

Verð án vsk.

Hrökkbrauð

225 kr.

Baunir

104 kr.

Fiskibuff

385 kr.

Lasagnapakki

399 kr.

Pasta

182 kr.

Súrsæt sósa

260 kr.

Kartöflumús

138 kr.

Súpujurtir

295 kr.

Eggjanúðlur

426 kr.

Svart te

225 kr.

Appelsínusafi

236 kr.

Sulta

438 kr.

Grænt te

236 kr.