Previous Page  43 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 43 / 161 Next Page
Page Background

Kafli 1 • Persónuleg fjármál

41

Þú átt að geta

Dæmi

Tillögur að lausnum

áttað þig á

mismuninum á

ólíkum tegundum

lána

Útskýrðu mismuninn á

jafngreiðsluláni og láni með

jöfnum afborgunum út frá

greiðsluupphæð, afborgunum

og vöxtum.

Þegar greitt er af

jafngreiðsluláni

er sama

upphæðin greidd á hverjum gjalddaga. Í byrjun

er vaxtahluti greiðsluupphæðarinnar hár en

afborganirnar lágar. Hluti afborgunarinnar í

greiðsluupphæðinni hækkar og vaxtahlutinn

lækkar eftir því sem líður á lánstímann.

Lán með jöfnum afborgunum

er þannig

að greiðsluupphæðirnar eru misháar.

Afborganirnar af þessum lánum er föst

stærð og vaxtahlutinn er þá hár í byrjun

þegar lánið er hátt en minnkar eftir því sem

líður á lánstímann. Greiðsluupphæðirnar fara

því smám saman lækkandi.

reiknað út kostnað

vegna lána með

jöfnum afborgunum

Halla og Egill tóku lán með

jöfnum afborgunum að fjárhæð

1 000 000 kr. sem greiða átti

niður á fimm árum. Lánið var með

árlegum afborgunum. Ársvextir

voru 7%.

Notaðu töflureikni og finndu hve

mikið Halla og Egill þurftu að

borga samtals vegna lánsins.

Halla og Egill þurftu að borga alls

1 210 000 kr.

reiknað út

endurtekna

prósentuhækkun

og endurtekna

prósentulækkun

a

Snjósleði lækkaði í verði um

13% á ári. Nýr sleði kostaði

1 000 000 kr.

Hvert var verðgildi snjó-

sleðans sex árum síðar?

b

Hlutabréfasjóður hækkaði

í verði um 19% árlega í fjögur

ár. Maður nokkur lagði

200 000 kr. í sjóðinn.

Hve mikið gat hann tekið úr

sjóðnum að fjórum árum

liðnum ef hækkunin hélst

óbreytt?

a

Á hverju ári var verðgildið (100 – 13)% =

87% af verðgildi snjósleðans árið áður.

87% = 0,87

1 000 000 kr. · 0,87

6

≈ 434 000 kr.

Verðgildi snjósleðans var um það bil

434 000 kr. sex árum síðar.

b

Á hverju ári er virði peninganna

(100 + 19)% = 119% af virði þeirra

árið áður.

119% = 1,19

200 000 kr. · 1,19

4

≈ 400 000 kr.

Maðurinn gat tekið út um það bil

400 000 kr. að fjórum árum liðnum.

13

14

Lánsfjárhæð

1

Vextir

2

Fjöldi ára

3

Afborgun

4

5

Ár

6

1

7

2

8

3

9

10

11

A

1 000 000 kr.

7%

5

200 000 kr.

Eftirstöðvar

B

Árl. afborganir

200 000 kr.

200 000 kr.

200 000 kr.

200 000 kr.

200 000 kr.

D

Vextir

70 000 kr.

56 000 kr.

42 000 kr.

28 000 kr.

14 000 kr.

12

4

5

Alls

1 000 000 kr.

210 000 kr.

C

Greiðsluupphæð

270 000 kr.

256 000 kr.

242 000 kr.

228 000 kr.

214 000 kr.

E

1 210 000 kr.

1 000 000 kr.

800 000 kr.

600 000 kr.

400 000 kr.

200 000 kr.

=B1/B3

=C7+D7

=B7*$B$2

=B7–$B$4

=SUM(E7:E11)