Sjónvarp kostaði 110 000 kr.
Það var selt með 50% afslætti.
Síðasta söludag var verðið
lækkað um 30%
til viðbótar.
Flott, þá þurfum
við aðeins að
borga 22 000 kr.
50% + 30%
er auðvitað
80% afsláttur.
Nei, við
þurfum að borga
38 500 kr.
A
B
c
Kafli 1 • Persónuleg fjármál
37
1.73
Hver krakkanna hér fyrir ofan hefur rétt fyrir sér?
1.74
Þegar Emma fæddist lagði amma hennar 200 000 kr. inn á reikning með
2,1% vöxtum. Inneignin á að standa óhreyfð með óbreyttum vöxtum
þar til Emilía verður 18 ára. Hvað verður þá mikið inni á reikningnum?
1.75
Á ákveðnu tímabili var 10% árleg verðhækkun á gulli.
Hversu mikið hækkaði verðið þá á tveimur árum?
1.76
Sumarbústaður hækkaði í verði frá 13 500 000 í 15 000 000 á einu ári.
Bústaðurinn hélt áfram að hækka í verði um jafn háa prósentu í fjögur ár.
Hvers virði var hann eftir þann tíma?
1.77
Í Undralandi var árleg launahækkun í nokkur ár milli 3,6% og 5,8%.
Árslaun voru í upphafi þessa tímabils 4 000 000 kr.
Finndu bilið sem launin gátu verið á eftir sex ár.
1.78
Nýr jeppi kostaði fyrir mörgum árum 3 420 000 kr. Fyrsta árið féll bíllinn
í verði um 30%. Næstu fjögur árin lækkaði verðgildi bílsins enn frekar
um 5% á ári.
Hvers virði var jeppinn eftir fimm ár?
1.79
Vélhjól kostaði fyrir nokkrum árum 250 000 kr. Eftir eitt ár hafði það
lækkað um 25% og eftir tvö ár um 15% í viðbót. Næstu tvö árin lækkaði
verðið enn frekar um 4% á ári.
Finndu verðgildi vélhjólsins eftir fjögur ár.
1.80
Vélhjól kostaði nýtt 409 000 kr. Verðgildi þess lækkaði um það bil um 10%
á ári. Mjög eftirsótt gömul vélhjólategund kostaði eitt árið 225 000 kr. og
hækkaði í verði um 5% á ári.
Notaðu töflureikni og finndu út hve langur tími líður áður en vélhjólin tvö
eru jafn mikils virði.