Previous Page  38 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 38 / 161 Next Page
Page Background

Markmið

Þegar verð lækkar

er vaxtaprósentan

minni en 1.

Sýnidæmi 16

Skali 3A

36

Gildisbreyting

HÉR ÁTTU AÐ LÆRA AÐ

• reikna út endurtekna hækkun í prósentum og endurtekna

lækkun í prósentum

Stundum endurtekur prósentuhækkun sig aftur og aftur. Verðgildi, verð eða laun

geta hækkað eða lækkað nokkrum sinnum. Í hvert sinn breytist viðmiðunartalan.

Þá breytum við einnig gildinu sem er 100%.

María keypti notaðan bíl á 2 500 000 kr. Fyrstu tvö árin lækkaði verðgildi

bílsins um 20% á ári og næstu þrjú árin um 4% á ári. Hvert var verðgildi

bílsins eftir fimm ár?

Tillaga að lausn 1

Tvö fyrstu árin er verðgildi bílsins (100–20)% = 80% af verðgildi

hans árið á undan.

80% = 0,80

2 500 000 kr. · 0,80 · 0,80 = 1 600 000 kr.

Næstu þrjú árin er verðgildi bílsins (100 – 4)% = 96% af

verðgildi bílsins árið á undan.

96% = 0,96

1 600 000 kr. · 0,96 · 0,96 · 0,96 ≈ 1 420 000 kr.

Verðgildi bílsins eftir fimm ár er um það bil 1 420 000 kr.

Tillaga að lausn 2

2 500 000 kr. · 0,80

2

· 0,96

3

≈ 1 420 000 kr.

Verðgildi bílsins eftir fimm ár er um það bil 1 420 000 kr.

1.72

Jósef safnar gömlum íkonum (trúarleg málverk sem máluð eru á tré). Árið

2014 var verðgildi safnsins 1 600 000 kr. Verðgildi þess eykst um 5% á ári.

a

Hvers virði var íkonasafnið árið 2015?

b

Hvers virði verður safnið 5 árum eftir 2015.