Kafli 1 • Persónuleg fjármál
33
1.68
Lítið neytendalán, að fjárhæð 50 000 kr., bar 1,6% vexti á mánuði.
Lántökugjaldið var 3000 kr. og mánaðarlegt þjónustugjald var 250 kr.
Greiðslufrestur var til eins árs.
a
Notaðu töflureikni og finndu hverjir hlutfallslegu vextirnir voru á ári.
b
Hvernig heldurðu að vextirnir í a-lið hefðu breyst ef lánsupphæðin
hefði verið hækkuð í 100 000 kr.?
c
Hverjir hefðu hlutfallslegu vextirnir orðið í b-lið?
1.69
Neytendalán, að fjárhæð 500 000 kr., bar 0,9% vexti á mánuði.
Lántökugjaldið var 4990 kr. og mánaðargjald 400 kr.
Greiðslufrestur var til eins árs.
a
Notaðu töflureikni og finndu hlutfallslegu vextina á ári.
b
Breyttu vöxtunum í a-lið í 1,4% og finndu hlutfallslegu vextina á ári.
Jafngreiðslulán og lán með jöfnum afborgunum
Þegar greitt er af lánum borgum við bæði afborgun af láninu og vexti.
Jafngreiðslulán
er greitt niður með jafn háum greiðslum á hverjum gjalddaga.
Í byrjun er hluti vaxtanna af upphæðinni sem greidd er hár en afborganirnar lágar.
Hluti afborgananna af upphæðinni fer hækkandi og vaxtahlutinn minnkar eftir því
sem tíminn líður.
Jafngreiðslulán
Lán með jöfnum afborgunum
Af láni með
jöfnum afborgunum
eru greiðsluupphæðirnar misháar. Afborganirnar af
þessum lánum eru jafn háar og vaxtahlutinn er þá hár í byrjun þegar lánið er hátt.
Eftir því sem tíminn líður borgar lántakandinn æ minna í vexti. Þess vegna lækka
greiðslurnar með tímanum.
Heildarupphæðin, sem borguð er fyrir lán með jöfnum afborgunum, er lægri en fyrir
jafn hátt jafngreiðslulán. Skuldin er hærri allan tímann ef um jafngreiðslulán er að
ræða og þess vegna verða vextirnir hærri og heildarkostnaðurinn meiri.
Vextir
Jafngreiðslulán
Afborgun
Heildargreiðsla
Vextir
Lán með jöfnum afborgunum
Afborgun
Heildargreiðsla
Í upphafi
afborgana af láni
með jöfnum
afborgunum eru
greiðslur háar.
Jafngreiðslulán
Af slíku láni er greitt
með jöfnum greiðslum
á hverjum gjalddaga.
Í byrjun er afborgunar-
hlutinn lágur og vaxta-
hlutinn hár. Þetta
breytist með tímanum.
Lán með jöfnum
afborgunum
. Af slíku
láni er greitt með
misháum greiðslum.
Afborganirnar eru föst
upphæð en vaxta-
hlutinn lækkar með
tímanum.
Heildargreiðsla
á
gjalddaga er summan
af afborgun, vöxtum
og þjónustugjöldum
sem greiða þarf hverju
sinni.
Afborgun
Þegar lán er greitt
til baka er láns-
upphæðinni skipt
í minni hluta sem
kallast afborganir.
Þú borgar af láninu.
Hlutfallstala
vaxta
segir til um hvað
maður borgar
hlutfallslega fyrir
lán, þ.e. vextir og
öll gjöld sem fylgja.