Previous Page  37 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 37 / 161 Next Page
Page Background

Kafli 1 • Persónuleg fjármál

35

Ýmis verkefni

Reiknivél til að reikna lánskostnað

Þetta verkefni er fyrir tvo nemendur að vinna saman.

Þið þurfið

• tölvu með töflureikni og aðgangi að netinu

Aðferð

1

Finnið tvo eða þrjá banka sem hafa á heimasíðu sinni reiknivél til að reikna út

lánskostnað. Best er að slá inn leitarorðið reiknivél á heimasíðum bankanna. Gerið

yfirlit í töflureikni sem ber saman tilboðin frá hinum mismunandi bönkum.

2

Veljið lánsupphæðina 10 000 000 og lánstímann 10 ár.

3

Gerið yfirlit í töflureikni sem ber saman skilyrði mismunandi banka fyrir láninu.

Heiti banka Lánsupphæð

(kr.)

Lánstími

(ár)

Vextir (%)

Mánaðarleg

greiðsla (kr.)

10 000 000

10

10 000 000

10

10 000 000

10

4

Sumir bankar gefa upp nafnvexti en aðrir gefa einnig upp hlutfallstölu vaxta.

Veljið þá tegund vaxta sem þið viljið bera saman.

5

Veljið hvort þið viljið víkka töfluna út þannig að hún sýni einnig lántökugjald

og annan þjónustukostnað. Sumir bankar vilja fá vitneskju um efnahag

lánsumsækjanda og greiðslugetu.

Veljið að þið ætlið að kaupa íbúð fyrir 30 000 000 og að þið eigið 10 000 000 kr.

í eigið fé. Veljið launin 7 000 000 kr. á ári. Skráið þessar tölur í reiknivél sem reiknar

lánskostnað og reiknið hvað þið eigið eftir þegar lánið hefur verið greitt upp.

Nafnvextir

eru þeir vextir sem

bankinn krefst án

þjónustukostnaðar.