Previous Page  33 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 33 / 161 Next Page
Page Background

Ýmis verkefni

Persónuleg fjármál

Þetta verkefni er fyrir allan bekkinn.

Þið þurfið

• tölvu með töflureikni og aðgangi að netinu

• gott ímyndunarafl og innlifun

Aðferð

Tilgangurinn með þessu verkefni er að þið gerið raunhæfa fjárhagsáætlun miðað við þær

aðstæður sem þið verðið í eftir tíu ár. Alls þurfið þið að fara í gegnum fjögur þrep og á hverju

þrepi fáið þið ákveðnar upplýsingar sem geta valdið því að þið verðið að að taka nýja ákvörðun

eða breyta fyrri áætlunum.

Þrep 1  einstaklingsvinna

Þú byrjar á því að gera þér í hugarlund hver staða þín verður eftir tíu ár. Þá hefurðu að líkindum

lokið námi og fjölskyldulíf og lífið á vinnumarkaðnum er á næsta leiti. Svaraðu spurningum af

heiðarleika og raunsæi.

1

Hvers konar atvinnu hefur þú?

2

Hvaða menntun þurftir þú til að fá þessa vinnu?

3

Hvað kostaði þessi menntun þig? Þú getur t.d. notað reiknivél á heimasíðu

Lánasjóðs íslenskra námsmanna,

lin.is.

4

Hvað gerir þú ráð fyrir að hafa í árstekjur í þessari vinnu?

5

Hver er sparnaður þinn á bankareikningum, í sjóðum

o.fl

.?

6

Afhentu kennara þínum niðurstöður þínar. Kennarinn lætur þig fá verkefni á þrepi 2.