Previous Page  32 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 32 / 161 Next Page
Page Background

Það er hentugt

að nota kreditkort

ef þú borgar skuldina

áður en greiðslu-

fresturinn

rennur út.

Debetkort

er betra. Þá notar

þú aðeins þá

peninga sem þú átt

í raun og veru.

Með kreditkorti

getur þú keypt það

sem þú vilt þótt þú

eigir enga peninga

á bankareikningi.

Kreditkort

er betra. Þá

getur þú frestað

því að greiða

skuldina.

Debetkort

eða

kreditkort?

A

B

C

D

Skali 3A

30

1.64

Ræðið saman um kosti og galla þess að nota debetkort og kreditkort.

1.65

Marteinn skuldaði 70 000 kr. á kreditkortinu sínu. Hann samdi við

bankann um 30 daga vaxtalausan greiðslufrest. Eftir frestinn borgaði

hann 1,3% í vexti á mánuði.

a

Hvað þurfti Marteinn að borga ef hann beið í fjóra mánuði eftir

að 30 daga fresturinn var útrunninn?

b

Finndu hvað ársvextirnir voru háir.

c

Marteinn gat ekki greitt skuld sína fyrr en eftir þrjú ár.

Hversu mikið skuldaði hann þá?

1.66

Hans keypti nýtt vélhjól. Hann borgaði með kreditkorti. Eftir kaupin

skuldaði hann 120 000 kr. Hann borgaði 1,2% vexti á mánuði.

Í hverjum mánuði lagði hann 10 000 kr. inn á kreditkortið.

a

Hve mikið skuldaði Hans eftir sex mánuði?

b

Hve háir voru ársvextirnir?

1.67

Notaðu töflureikni. Sýndu hvernig kreditkortaskuld, sem í upphafi var

50 000 kr., hækkaði frá einum mánuði til annars ef vextir á mánuði voru

2,05% og skuldin er látin hækka í þrjú ár. Settu niðurstöðurnar fram

í línuriti. Lýstu með eigin orðum hvernig ferillinn fer hækkandi.