29
Kafli 1 • Persónuleg fjármál
Tengslin milli mánaðarlegra vaxta og ársvaxta má skrá þannig:
Árlegir vextir = (mánaðarlegir vextir)
12
1.59
Leó átti 25 670 kr. á bankareikningi. Hann keypti sundfit á 2980 kr.
og blautbúning á 6990 kr. Sama dag fékk Leó 2500 kr. í vasapeninga inn
á reikninginn sinn.
Notaðu töflureikni og finndu hvað Leó átti á bankareikningnum sínum eftir
þetta.
1.60
Amalía átti 16 440 kr. á bankareikningnum sínum. Móðir hennar lagði
inn á reikning hennar 5000 kr. Vinkona Amalíu greiddi inn á reikninginn
2500 kr. sem hún skuldaði henni. Amalía þurfti að kaupa ýmsan útbúnað
fyrir fyrirhugaða ferð og notaði debetkortið sitt. Hún þurfti bakpoka,
svefnpoka og undirlag. Bakpokinn kostaði 13 990 kr., notaður svefnpoki
kostaði 5990 kr. og undirlagið 3990 kr.
a
Reiknaðu með slumpreikningi. Átti Amalía nóga peninga á
bankareikningnum til að borga allan útbúnaðinn fyrir ferðina?
b
Reiknaðu af nákvæmni og athugaðu hve mikið hún átti afgangs á
bankareikningnum eða hversu mikið hún þurfti að borga í reiðufé
til að geta keypt allan útbúnaðinn.
1.61
Pétur skuldaði 50 000 kr. á kreditkortinu sínu.
Hann borgaði 1,4% í vexti á mánuði.
a
Hve mikið skuldaði Pétur eftir 9 mánuði?
b
Hverjir voru ársvextirnir?
c
Hve mikið skuldaði Pétur eftir 2 ár ef hann greiddi ekkert á
tímabilinu?
1.62
Maður nokkur skuldar 80 000 kr. á kreditkortinu sínu sem ber
25,4% ársvexti. Hve mikið þarf hann að greiða eftir
185 daga?
1.63
Hrönn kaupir golfsett á 100 000 kr. með kreditkorti en fær
greiðsludreifingu í 9 mánuði. Lántökugjald er 3500 kr. sem bætist
við lánsupphæðina, mánaðarlegir vextir eru 1,3% og mánaðarlegt
færslugjald er 405 kr.
Hve mikið hefur Hrönn greitt fyrir golfsettið eftir
9 mánuði?
Reiðufé
eru peningar
sem eru
handbærir.