Sýnidæmi 13
Skali 3A
28
Debetkort og kreditkort
Debetkort eru notuð til að borga vörur og þjónustu með peningum sem maður á í
banka. Einnig er hægt að taka peninga út úr hraðbanka með debetkorti svo lengi
sem peningar eru inni á bankareikningnum.
Með kreditkorti er hægt að versla fyrir hærri upphæð en maður á í bankanum. Þegar
kreditkortið er notað færðu peninga lánaða hjá bankanum til að borga fyrir vörur og
þjónustu. Kortið gerir það mögulegt að bíða með að borga. Það borgar sig að nota
kreditkort ef skuldin er greidd áður en fresturinn rennur út. Oftast er hægt að
fresta því að greiða skuldina á kreditkortinu í 30 eða 45 daga vaxtalaust.
Kreditkortið gerir það einnig mögulegt að borga einu sinni í mánuði þar til skuldin
hefur verið greidd. Þess vegna getur maður með kreditkortinu keypt vöru eða
þjónustu með afborgunum. Það merkir að endurgreiðslunni er dreift á ákveðið
tímabil. Það eru tiltölulega háir vextir á þessum skuldum ef ekki er greitt innan
greiðslufrestsins. Ungt fólk undir 18 ára aldri getur yfirleitt ekki stofnað til skulda
eða verslað út á kreditkort nema í undantekningartilvikum. Þess vegna eru oftast
18 ára aldursmörk til að geta fengið almennt kreditkort.
Ungt fólk frá 16 ára aldri getur fengið debetkort og einnig kreditkort ef foreldrar
ábyrgjast greiðslurnar. Þú getur kynnt þér þessi mál á heimasíðum bankanna.
Kasper hafði notað kreditkortið sitt og skuldaði 100 000 kr. Hann greiddi
skuldina ekki í tæka tíð. Þess vegna þurfti hann að greiða vexti fyrir dagana
eftir að greiðsludagur rann út. Vextirnir voru 1,6% á mánuði.
a
Hvað þurfti Kasper að borga ef hann beið í átta mánuði með að greiða
skuldina?
b
Hvað urðu vextirnir háir á ári?
Tillaga að lausn
a
100 000 kr. · 1,016
8
= 113 540 kr.
Kasper þurfti að borga 113 540 kr.
b
Á einu ári, það er að segja á 12 mánuðum, urðu vextirnir
100 000 kr. · 1,016
12
= 120 980 kr.
120 980 kr. – 100 000 kr. = 20 980 kr.
20 980 kr.
100 000 kr. = 0,2098 ≈ 21%
Vextirnir urðu um það bil 21% á ári.
Með kreditkorti
getur þú keypt
vörur en greitt
þær síðar.