Previous Page  29 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 29 / 161 Next Page
Page Background

Kafli 1 • Persónuleg fjármál

27

1.52

Amma setti 100 000 kr. á bankareikning þegar Ása

fæddist. Peningarnir lágu á vöxtum þar til Ása varð

18 ára. Ársvextir voru 3,1% allan tímann.

Hve hár var höfuðstóllinn á bankareikningnum þegar

Ása varð 18 ára?

1.53

Kristján fékk 40 000 kr. alls í afmælisgjafir á 15 ára

afmælisdaginn sinn. Hann ákvað að leggja peningana

inn í banka. Hann skoðaði ýmis tilboð frá bönkunum.

Einn bankinn bauð 4,6% vexti á sparnaðarreikning en

annar banki bauð 4,3%. Hann ætlar að láta peningana

liggja á bankabók þar til hann verður 18 ára.

Hve mikið hagnaðist hann á að velja bankann sem bauð hærri vexti?

1.54

Notaðu töflureikni. Eftir hve mörg ár tvöfaldast 10 000 króna

inngreiðsla ef vextirnir eru

a

5%

b

4%

c

3%

1.55

Ída opnaði sparnaðarreikning í banka nokkrum. Þann 1. janúar ár

hvert leggur hún 100 000 kr. inn á reikninginn. Þetta gerir hún í 5 ár.

Hve mikið á hún inni á sparnaðarreikningnum eftir 5 ár ef vextirnir

eru allan tímann 4,65%?

1.56

Anna lagði 50 000 kr. í banka og fékk 3,5% vexti.

Hve mikið hafði höfuðstóllinn hækkað eftir fjögur ár?

1.57

Þú leggur 10 000 kr. í banka 1. janúar á hverju ári og færð 3,6% ársvexti.

Notaðu töflureikni og finndu hve langur tími líður áður en þú átt meira en

100 000 kr., 200 000 kr. og 500 000 kr. á bankareikningnum.

1.58

Jónas lagði 20 000 kr. í banka. Peningarnir lágu á sömu vöxtum í mörg ár.

Eftir um það bil 18 ár átti Jónas um það bil 40 520 kr. á bankareikningnum.

a

Notaðu töflureikni og finndu hvaða vexti Jónas fékk á inngreiðsluna sína.

b

Gerðu ráð fyrir að vextirnir hafi verið 7%. Um það bil hve lengi þurfti

Jónas þá að hafa peningana á bankareikningnum til að geta tekið út jafn

mikið og í a-lið?