Previous Page  27 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 27 / 161 Next Page
Page Background

Kafli 1 • Persónuleg fjármál

25

Tillaga að lausn

María fær vexti af inngreiðslunni sinni um áramót. Þá þarf að reikna

vexti fyrir dagana fyrir áramót og dagana eftir áramót hvora fyrir sig.

Frá 10. október til 31. desember eru 79 vaxtadagar

(19 + 30 + 30 = 79)

Inngreiðsla + vextir = nýr höfuðstóll

24 500 kr. +

​24 500 kr. · 0,045 · 79

  ​

= 24 742 kr.

Frá 1. janúar til 25. apríl næsta ár eru 114 vaxtadagar

(30 + 30 + 30 + 24 = 114).

Inngreiðsla + vextir = nýr höfuðstóll

24 742 kr. +

24 742 kr. · 0,045 · 114

= 25 095 kr.

María getur tekið út 25 095 kr. úr bankanum.

1.45

Ómar leggur 390 000 kr. í banka í janúar. Hve mikið getur hann tekið út

eftir 200 daga þegar vextirnir eru 3,1%?

1.46

Freyja átti 154 000 kr. á bankareikningi í níu mánuði frá febrúar til

nóvember. Vextir voru 3,1%. Hve mikið gat hún tekið út úr bankanum?

1.47

Nói setti peningana sína í banka og fékk 3,2% vexti.

Hann tók 106 960 kr. út eftir sjö mánuði.

Hve mikla peninga lagði Nói inn í bankann í upphafi?

1.48

Árið 2015 átti Tinna 78 000 kr. í bankanum. Hún tók út 78 910 kr.

eftir 150 daga. Hvað fékk Tinna í vexti?

1.49

Magnús átti 67 000 kr. á bankareikningi í ársbyrjun. Þann 23. mars

lagði hann inn 8000 kr. Þann 30. júlí lagði hann inn 20 000 kr. og þann

4. september lagði hann inn 31 000 kr. Vextir voru 3%. Hve mikið átti

hann inni á reikningnum í árslok?

1.50

Linda opnaði bankareikning á afmælisdaginn sinn sem er 20. mars. Hún

lagði þá inn 5000 kr. Síðan lagði hún 5000 kr. inn 20. hvers mánaðar fram

að næsta afmælisdegi. Finndu út hve mikið hún gat tekið út af reikningnum

sínum 20. mars næsta ár þegar vextirnir voru allan tímann 2,10%.

Hér getur verið gott að nota töflureikni.

Mundu að

reiknað er með

30 dögum í

mánuði og

360 dögum

á ári.

360

360