Previous Page  24 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 24 / 161 Next Page
Page Background

Skali 3A

22

Ef eitthvað hækkar um p prósent verður breytiþátturinn 1 + ​ 

p

_____ 

100

 ​

Ef eitthvað lækkar um p prósent verður breytiþátturinn 1 – ​ 

p

_____ 

100

 ​

1.36

Magnea á 84 000 kr. í bankanum. Hve mikið fær hún í vexti eftir eitt ár

ef ársvextir eru 3,5%?

1.37

Þór á 122 000 kr. í banka. Hve mikið á hann í bankanum eftir eitt ár

ef ársvextir eru 4%?

1.38

Árni setti peninga í banka og fékk 3% ársvexti. Eftir eitt ár fékk hann

2 550 kr. í vaxtatekjur.

Hve háa upphæð setti Árni í bankann í upphafi?

1.39

Marteinn fær 250 000 kr. í fermingargjöf og lagði peningana inn á

bankareikning sem bar 4% vexti.

Hve háa fjárhæð getur Marteinn tekið út eftir eitt ár?

1.40

Elsa lagði 122 000 kr. inn í banka.

Eftir eitt ár gat hún tekið út 126 270 kr.

Hvaða vextir voru á þessum sparnaðarreikningi Elsu?

1.41

Kristján vann sér inn 190 000 kr. í sumarfríinu. Hann skoðaði tilboð frá

tveimur bönkum. Annar bankinn bauð 3,2% vexti en hinn 3,5% vexti.

a

Hve mikið hefði Kristján átt eftir eitt ár í hvorum bankanum fyrir sig?

b

Hve mikið græðir Kristján á því að velja bankann sem bauð hærri vexti?

1.42

Notaðu netið.

a

Athugaðu hvaða vextir eru í boði í tveimur bönkum ef maður leggur

inn 100 000 kr.

b

Hve mikið myndir þú eiga eftir eitt ár ef þú legðir 100 000 kr. inn á

bankareikning í hvorum bankanum fyrir sig.