Previous Page  22 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 22 / 161 Next Page
Page Background

Hvað finnst þér um unga

fólkið og sparnað?

Markmið

Til að geta

sparað þarf ég að

hafa yfir miklum

peningum

að ráða.

Þar sem ég get

aðeins lagt fyrir

litlar upphæðir

borgar það sig

ekki.

Öruggast er að

spara með því

að leggja inn á

sparireikning.

Ég hagnast

meira á því að

leggja fyrir

í sjóðum.

A

B

C

D

Lán og sparnaður

HÉR ÁTTU AÐ LÆRA AÐ

• reikna út vexti af innlánum

• reikna út fjölda vaxtadaga

• reikna með vaxtavöxtum

• gera útreikninga sem varða neyslu

• gera útreikninga sem varða notkun greiðslukorts

• skilja muninn á mismunandi tegundum lána

• gera útreikninga varðandi lán með jöfnum afborgunum

Bankar eru stofnanir sem byggja starfsemi sína meðal annars á að fólk leggi

sparipeningana sína í banka og að lána fólki peninga. Til þess að bankinn hagnist

á þessari starfsemi tekur hann hærri vexti af peningunum sem hann lánar út en

hann greiðir í vexti af peningunum sem fólk leggur inn.

I

nnlánsvextir

eru vextirnir sem við fáum af peningum sem við leggjum

inn í banka.

Útlánsvextir

eru vextirnir sem við greiðum af peningum sem við fáum

að láni í banka.

Útlánsvextir eru hærri en innlánsvextir.

Seðlabanki Íslands tekur á móti innlánum og lánar íslenskum bönkum peninga.

Seðlabankinn er þannig „banki bankanna“. Hann hefur einnig einkarétt á því að gefa

út seðla og myntir.

Á Íslandi eru (árið 2016) einkum tvenns konar bankar:

• Viðskiptabankar

– þeir eru í eigu hlutafélaga en ríkið á meirihluta í flestum þeirra.

• Sparisjóðir

eru fáir (árið 2016). Þeir eru flestir í eigu einkaaðila en ríkið á stóran

hluta í einum þeirra.

1.35

Ert þú sammála þessu unga fólki?