Ýmis verkefni
Að skipuleggja morgunverð
Þetta verkefni hentar öllum nemendum.
Tveir og tveir nemendur eiga að vinna saman.
Þið þurfið
• tölvu
• aðgang að matvöruverslun í nágrenninu eða á netinu.
Aðferð
Þið eigið að skipuleggja hollan morgunverð fyrir allan 10. bekk í skólanum.
1
Gerið fjárhagsáætlun þar sem skipulögð eru kaup á mat og drykk og annað
sem þarf til að bjóða öllum nemendum og kennurum í 10. bekk í morgunverð.
(Þið getið hugsanlega sótt um styrk fyrir kostnaðinum.) Gott er að vinna
þetta verkefni í samvinnu við kennara í heilsufræði og/eða heimilisfræði.
2
Notið matvöruverslunina í nágrenninu og kannið vöruverð með
fjárhagsáætlunina í huga. Gerið bókhald yfir hinn raunverulega kostnað.
3
Veljið eina tillögu að morgunverði sem bekkjarfélagar
hafa gert og kaupið inn samkvæmt henni. Vinnið
saman að því að skipuleggja notalegan sameiginlegan
morgunverð.
Fjárhagsáætlun Tekjur
1
Vikulaun
2
6 000 kr.
Sumarvinna
3
20 000 kr.
Samtals
4
26 000 kr.
5
Gjöld
6
Ís og sælgæti
7
2 000 kr.
Bíó
8
2 500 kr.
Strætókort
9
2 000 kr.
Minjagripir
10
4 000 kr.
Matur
11
2 000 kr.
Drykkir
12
1 000 kr.
Blað
13
1 000 kr.
Tónlist
14
1 500 kr.
Föt og skór
15
10 000 kr.
Gjöld samtals
16
26 000 kr.
A
B
Vikulaun: 6000 kr.
Sumarlaun: 22 450 kr.
Ís: 1250 kr.
Sælgæti: 1350 kr.
Strætókort: 2000 kr.
Minjagripir: 2450 kr.
Matur: 1800 kr.
Drykkir: 1350 kr.
Tónlist: 1680 kr.
Föt: 7490 kr.
Skór: 3990 kr.
1.28
Töflureiknirinn hér til hliðar sýnir fjárhagsáætlun Ólafs fyrir sumarfríið.
Á miðanum hér fyrir neðan sérðu hvað Ólafur vann sér raunverulega inn
og í hvað hann notaði peningana.
a
Gerðu bókhald sem sýnir tekjur Ólafs og hversu mikinn pening hann
notaði í sumarfríinu.
b
Sýndu bekkjarfélaga þínum bókhaldið. Á Ólafur peninga afgangs eftir
sumarfríið?