Previous Page  21 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 21 / 161 Next Page
Page Background

Kafli 1 • Persónuleg fjármál

19

Að finna 11% vsk.

af vöruverði samsvarar

því að finna 9,91%

af vöruverðinu.

Menningin

er undanþegin

virðisaukaskatti.

1.29

a

Virðisauki á rafvörur er 24%. Tölva kostar á útsölu 42 000 kr. án vsk.

Hvað kostar tölvan með vsk.?

b

Sími kostar 103 800 kr. Hvað kostar hann með vsk.?

1.30

Bækur bera 11% vsk. Fjórar bækur sem Nonni keypti kostuðu 25 600 kr.

Hver var vsk. af bókunum fjórum í krónum?

1.31

Sunna fór á Grillhornið með bróður sínum. Þau keyptu mat til að taka með

sér heim handa fjölskyldunni. Afgreiðslumaðurinn gaf þeim upp verðið

9000 kr. og þá var 24% vsk. innifalinn í stað 11% vsk. Afgreiðslumaðurinn

uppgötvaði villuna og endurgreiddi þeim það sem þau höfðu ofgreitt.

Hve mikið fengu þau endurgreitt?

1.32

Á kvittun stóð þetta: Verð 2400 kr., þar af vsk. 238 kr.

Hver var vsk. í prósentum?

1.33

Dag nokkurn notaði Gunna 2600 kr. í heyrnartól, keypti mat fyrir 4500 kr.,

borðaði á veitingastað fyrir 5000 kr. og fór á tónleika þar sem miðinn

kostaði 3000 kr.

Hvað greiddi Gunna samtals í virðisaukaskatt?

1.34

Óskar vinnur við lagerútsölu. Viðskiptavinur

kaupir kajaka, smábáta og gúmmíbáta fyrir

1 322 000 kr. án vsk.

a

Skoðaðu töfluna hér fyrir neðan. Hvað

kaupir viðskiptavinurinn marga kajaka,

smábáta og gúmmíbáta?

b

Notaðu töflureikni og gerðu skilmerkilegan

reikning til viðskiptavinarins sem sýnir hve

mikið hann á að borga alls með vsk.

Vörur

Verð

án vsk.

Kajakar

172 000 kr.

Smábátar 196 000 kr.

Gúmmibátar 130 000 kr.