Previous Page  17 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 17 / 161 Next Page
Page Background

Tillaga að innkaupalista

• 4 stórar pitsur

• 3 gosflöskur, 2 lítra

• servíettur

• salat

• tómatar

• agúrka

• fetaostur

• 2 snakkpokar

• 1 ídýfa

Kafli 1 • Persónuleg fjármál

15

1.21

Þú ætlar að skipuleggja afmælið þitt. Þú hefur boðið tíu vinum og fengið

20 000 kr. frá foreldrum þínum. Gestirnir eiga að fá mat og drykki.

Auk þess þarf að kaupa servíettur, kerti og borðskraut.

Þú skalt vinna með bekkjarfélaga þínum og finna út hvaða veitingar

eiga að vera í boði. Gerið raunhæfa fjárhagsáætlun sem er í jafnvægi.

1.22

Gerðu yfirlit yfir og áætlun um fjárhag fjögurra manna fjölskyldu

(móðir 40 ára, faðir 40 ára, dóttir 10 ára, sonur 15 ára) í einn mánuð.

Notaðu töflureikni. Meðalútgjöld vegna heimilishalds má finna á netsíðu

velferðarráðuneytis,

www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid

1.23

Saga og átta vinir hennar ætla að slá saman í pitsuveislu. Foreldrarnir

láta Sögu fá 4000 kr. Því sem upp á vantar skipta krakkarnir níu á sig.

Hún skrifar lista yfir það sem þarf að kaupa og hversu mikið hún

heldur að það muni kosta.

Gerðu skýra og greinargóða fjárhagsáætlun sem sýnir hvernig

fjármagna skal pitsuveisluna.

1.24

Elías og Georg skipuleggja sumarbústaðarferð. Þeir hafa hvor um sig

unnið sér inn 17 000 kr. með því að moka innkeyrslur nágrannanna.

Þar að auki hefur hvor þeirra sparað 28 000 kr. til að komast í sumar-

bústaðinn. Þeir ræða saman um hvað þeir þurfi fyrir ferðina og hvað

það muni kosta. Þeir komast að raun um að þeir þurfi að nota alls

10 000 kr. í bensín, 2000 kr. í Hvalfjarðargöngin, 16 000 kr. í mat og

drykki, 20 000 kr. í hestaleigu og 36 000 kr. í leigu á bústaðnum.

a

Búðu til greinargott yfirlit sem sýnir hvernig fjármagna má

sumarbústaðarferðina.

b

Bættu við fleiri útgjöldum og gerðu fjárhagsáætlun sem er í jafnvægi.

1.25

Bekkjardeild með 25 nemendum ætlar í þriggja daga ferð í skólabúðir og

gista í tvær nætur. Nemendurnir eiga að taka rútu báðar leiðir. Rútuferðin

hvora leið kostar 600 kr. fyrir hvern nemanda. Reiknað er með að kostnaður

vegna morgun- og hádegisverðar nemi um það bil 600 kr. á nemanda en

kvöldverður mun kosta 1200 kr. á nemanda. Tekin eru á leigu þrjú hús

þannig að þau rúma alla nemendurna og hvor nótt kostar 21 900 kr.

Ferðin hefst á föstudegi kl. 10:00 og heimkoma verður á sunnudegi kl. 15:00.

a

Notaðu töflureikni og settu fram útgjaldahlið fjárhagsáætlunarinnar.

b

Hve hárrar fjárhæðar þarf bekkjardeildin að afla til að geta farið í ferðina?

c

Hvað kostar ferðin fyrir hvern nemanda?

d

Kynntu fjárhagsáætlun sem er í jafnvægi, fyrir bekkjarfélaga þínum.