Orlofslaun
reiknast við hverja
launagreiðslu af
heildarlaunum.
10,17% er
lágmarks
orlofsprósenta.
Kafli 1 • Persónuleg fjármál
13
Allir starfsmenn í föstu starfi eiga rétt á sumarfríi eða orlofi eins og það er kallað í
lögum og kjarasamningum. Orlofslaun eru greidd sem venjuleg laun meðan á
sumarfríinu stendur. Fyrir þá sem ekki eru í föstu starfi heldur vinna tímavinnu eða
helgarvinnu eins og til dæmis í verslunum eru orlofsgreiðslur lagðar inn á
orlofsreikning í banka og greiddar út í maí ár hvert. Orlofsgreiðslur eru að lágmarki
10,17% af öllum tekjum.
Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl árið eftir.
1.15
Sara starfar með skólanum í matvöruverslun og vinnur sér inn 48 000 kr.
á mánuði. Hún fær greitt 10,17% orlof sem lagt er inn á bankareikning.
Hversu mikið fær hún greitt í orlof á mánuði?
1.16
Í maí getur Sara leyst út úr bankanum uppsafnaðar orlofsgreiðslur sínar.
Hún hefur starfað í versluninni í átta mánuði. Hversu mikið á hún inni á
orlofsreikningnum?
1.17
Magnús vinnur við ræstingar og fær greiddar 1500 kr. á klst.
Á orlofsárinu vann hann 225 klst. Hann fær lágmarksorlof 10,17%.
Hvað fær hann í orlofsgreiðslu í ár?
1.18
Maxim vinnur um helgar í líkamsræktarstöð. Hann fær greiddar
1140 kr. á klst. í afgreiðslunni og 1950 kr. á klst. í tækjasalnum.
Eitt árið vann hann 260 klst. í afgreiðslunni og 55 klst. í tækjasalnum.
Hann fékk 10,17% í orlof. Hve mikið fékk hann í orlofsgreiðslu árið eftir?
1.19
Þegar launþegi hefur unnið 10 ár hjá fyrirtæki nokkru hækkar orlofsgreiðsla
hans upp í 13,04%. Lísa vann sér eitt árið inn 2 250 000 kr. Næsta ár fékk
hún 293 400 kr. í orlofsgreiðslu.
Hafði Lísa unnið í 10 ár hjá fyrirtækinu?
1.20
Albert, sem er 20 ára, vinnur sem aðstoðarmaður í gróðurhúsi
og fær 950 kr. á tímann á virkum dögum. Á laugardögum fær
hann 1235 kr. á tímann og á sunnudögum 1900 kr. á tímann.
Eitt árið vann hann 240 klst. á virkum dögum, 192 klst.
á laugardögum og 160 klst. á sunnudögum.
Albert fær 10,64% orlof.
Notaðu töflureikni og finndu hve mikið hann fékk í
orlofsgreiðslu næsta ár.