Previous Page  13 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 13 / 161 Next Page
Page Background

Skattleysismörk

kallast sú upphæð

sem fólk má hafa í

laun án þess að

borga skatt. Árið

2016 eru þessi

mörk kr. 145 659

á mánuði.

Vextir

eru

kostnaður af því

að fá lánaða

peninga eða það

sem maður fær

fyrir að geyma

peningana sína

í banka.

Kafli 1 • Persónuleg fjármál

11

1.5

a

Hvað borgar Páll í lífeyrissjóð ef hann er með 300 000 kr. í brúttólaun

á mánuði?

b

Hver er skattstofninn sem skattur Páls er reiknaður af?

c

Hvað borgar Páll í skatt, að frádregnum persónuafslætti?

1.6

Nanna fær 145 659 kr. í brúttólaun.

a

Hver er skattstofninn?

b

Hvað borgar Nanna í skatt, að frádregnum persónuafslætti?

Í mars ár hvert eiga allir launþegar að gera skattframtal fyrir árið á undan.

Skattframtalið sýnir yfirlit yfir tekjur, frádrátt, eignir og skuldir fólks.

Ríkisskattstjóri notar framtalið til að reikna nákvæmlega út skatta fólks.

Eftir að skattframtali er skilað kemur stundum í ljós að fólk hefur borgað

of mikið í skatt og fær þá endurgreitt. Einnig kemur fyrir að fólk hefur ekki

borgað nóg í skatt og þá þarf það að greiða það sem upp á vantar.

Allir sem eru á aldrinum 16–69 ára og hafa laun yfir skattleysismörkum greiða

útvarpsgjald sem nemur 16 400 kr. árið 2016 og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra

sem er 10 464 kr. árið 2016. Ríkisskattstjóri bætir þessum gjöldum við skatt hvers

og eins.

1.7

Á skattframtali Hönnu kom í ljós að hún hafði unnið sér inn 3 135 600 kr.

árið 2015.

Skatturinn, sem hún átti að greiða, var 1 117 678 kr. Hversu mörg prósent

af launum sínum þurfti hún að greiða í skatt fyrir árið 2015?

Laun / tekjur af rekstri

– frádráttur

+ vaxtatekjur

+ tekjur af hlutabréfum

+/– söluhagnaður/tap af hlutabréfum

= Tekjur alls