Previous Page  151 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 151 / 161 Next Page
Page Background

Ef ekki er tekið fram

í dæminu hvaða

aðferð þú átt að nota

til að finna lausnina

geturðu valið aðferð

að vild.

3.67

Þóra á 100 000 kr. á bankareikningi í byrjun maí. Hún vill eiga að minnsta

kosti 40 000 kr. í ágústlok. Hún notar 5000 kr. á viku í vasapening.

a

Settu fram ójöfnu sem lýsir hve mikið Þóra á að eiga í ágústlok.

Láttu x tákna fjölda vikna.

b

Í hve margar vikur getur Þóra notað peningana á reikningnum til

að eiga 40 000 kr. í ágústlok?

3.68

Þú tekur bíl á leigu og færð tvenns konar tilboð:

Tilboð 1: 7000 kr. á dag + 70 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra.

Tilboð 2: 10 000 kr. á dag + 30 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra.

Settu fram jöfnu sem sýnir hve marga kílómetra þú þarft að aka til

að tilboð 2 verði hagstæðara en tilboð 1. Leystu ójöfnuna með reikningi.

3.69

Emma fékk sumarvinnu við símsölu.

Hún fær tvenns konar launatilboð:

Tilboð 1: Kr. 60 000 á viku

Tilboð 2: Kr. 30 000 á viku + 5% af vikulegri sölu

Hve mikið þarf Emma að selja á viku til að tilboð 2 verði hagstæðara?

3.70

Í kaupstað nokkrum voru 63 000 íbúar árið 2000. Á hverju ári fjölgar

íbúunum um 1300 manns. Í öðrum kaupstað helst íbúafjöldinn óbreyttur,

það er að segja 71 000 íbúar.

a

Láttu x tákna fjölda ára eftir 2000. Útskýrðu að íbúafjöldann

í fyrrnefnda kaupstaðnum megi skrá þannig:

63 000 + 1300

x

.

b

Hve lengi var íbúafjöldinn í síðarnefnda

kaupstaðnum stærri en í hinum kaupstaðnum?

c

Á hvaða ári varð íbúafjöldinn í fyrrnefnda

kaupstaðnum meiri en í hinum?

Kafli 3 • Algebra og jöfnur

149