Previous Page  156 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 156 / 161 Next Page
Page Background

Skali 3A

154

3.76

Magnea fær vinnu í pökkunarfyrirtæki og á að vinna 10 klst. á viku.

Hún fær tvenns konar launatilboð.

Tilboð 1: 1680 kr. á klst. + 320 kr. fyrir hvern tilbúinn pakka.

Tilboð 2: 600 kr. fyrir hvern tilbúinn pakka.

a

Hve marga pakka þarf Magnea að ljúka við að meðaltali á

klukkustund til að tilboðin tvö verði jafn gild?

b

Hvort launatilboðið er hagkvæmara fyrir Magneu

ef hún gerir ráð fyrir að ljúka við fimm pakka á klukkustund?

3.77

Í mjólkurbúi nokkru eru framleiddar þrjár

tegundir af ostum. Ostunum er pakkað í

þrjár mismunandi gjafapakkningar.

Notaðu verðlistann hér til hægri og

finndu kílóverðið fyrir hverja ostategund.

3.78

Tvö leigubílafyrirtæki bjóða upp á

mismunandi verð, sjá ramma til vinstri.

a

Settu fram ójöfnu sem nota má til

að finna hve langt þú þarft að aka

til að það borgi sig að leigja bíl hjá

Flottum bílum.

Leystu ójöfnuna með reikningi.

b

Teiknaðu í eitt hnitakerfi gröfin sem

sýna verð leigubílafyrirtækjanna tveggja.

c

Notaðu gröfin í b-lið.

Hve langt þarftu að aka til að það borgi sig að nota Flotta bíla?

Berðu saman við lausnina í a-lið.

3.79

Rúmmál sívalnings finnst með formúlunni

R

=

πr

2

·

h

.

a

Finndu formúlu fyrir hæðina

h

.

b

Sívalningurinn rúmar einn lítra og hefur 5 cm radíus.

Hver er hæð sívalningsins?

3.80

Á tónleika nokkra seldust 500 miðar. Miðaverð fyrir fullorðna var 1500 kr.

og fyrir börn 800 kr. Samtals seldust miðar fyrir 662 500 kr.

Hve margir barnamiðar og hve margir fullorðinsmiðar seldust?

Lítill pakki

1508 kr.

400 g geitaostur

300 g hvítostur

Millistór pakki

2884 kr.

500 g hvítostur

500 g geitaostur

200 g bláostur

Stór pakki

5816 kr.

800 g hvítostur

1 kg geitaostur

500 g bláostur

Flottir bílar

Startgjald 800 kr.

160 kr./km

Lúxusbílar

Startgjald 520 kr.

240 kr./km