Previous Page  10 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 10 / 161 Next Page
Page Background

Markmið

Ein, hálfs lítra

gosflaska á dag

kostar örugglega

meira en

60 000 kr. á ári.

Ef maður notar

aðeins 1000 kr. á viku

til að kaupa óþarfa,

nemur það um

50 000 kr. á ári.

Ef þú kaupir eitt

súkkulaðistykki á

dag nemur það um

það bil 50 000 kr.

á ári.

Neysla eða eyðsla?

Ræðið saman um mismuninn

á þessu tvennu.

A

B

C

8

Laun, fjárhagsáætlun

og bókhald

HÉR ÁTTU AÐ LÆRA AÐ

• reikna út laun og skatt

• gera skýra fjárhagsáætlun í töflureikni

• færa bókhald í töflureikni

• útskýra útreikninga og kynna fjárhagsáætlun og bókhald

• reikna með virðisauka

Í dag sjáum við æ sjaldnar eiginlega peninga. Notkun svokallaðra posa fyrir

greiðslukort er algengasta aðferðin við að borga. Ef greiðslukort er ekki tiltækt

er hægt að borga með smáskilaboðum úr farsíma. Þegar við borgum til dæmis

húsaleigu og kaupum hluti eins og vespu, bát og íbúð flytjum við peninga af einum

bankareikningi til annars. Peningarnir okkar eru bara tölur í tölvum. Bankarnir eru

einnig farnir að nota peningalaus viðskipti og nú er rætt um hvort við þurfum

ef til vill ekki á reiðufé að halda.

1.1

Hver hefur rétt fyrir sér?

Skali 3A