Previous Page  74 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 74 / 76 Next Page
Page Background

Skali 2B

72

teningstala

fæst þegar heil tala er margfölduð einu sinni með sjálfri sér og síðan aftur með sjálfri

sér; allar teningstölur má skrifa sem veldi þar sem veldisvísirinn er 3

tilvísun í hólf

hólfatilvísun í töflureikni. Hólfið efst til vinstri hefur hólfatilvísunina A1,

sjá einnig: heiti á hólfi

tímabelti

jörðinni er skipt í 24 megintímabelti

topppunktur

punktur á grafi sem hefur stærra fallgildi en allir punktarnir í grenndinni; einnig er talað

um topppunkta þríhyrnings, píramída og keilu

trapisa

ferhyrningur með tvær samsíða hliðar

tugveldaritháttur

(veldisvísaform)

staðalform; stafrænt form tölu sem skrifuð er sem tugabrot milli 1 og 10, þar næst er

skráð bókstafurinn E og tala sem er veldisvísir tugveldisins sem um ræðir; talan 3,4E+3

er veldisvísaform tölunnar 3400

tvíundakerfi

í því eru aðeins notaðir tveir tölustafir, 0 og 1

U

ummál

lengd strika eða ferils sem umlykur rúmfræðilega mynd eða form

umritaður hringur

umlykur marghyrning þannig að öll horn hans liggja á hringferlinum;

í þríhyrningum er miðja umritaða hringsins í skurðpunkti miðþverla hliðanna

Ú

útkoma

í líkindareikningi: möguleg niðurstaða einhvers viðburðar, gjörnings, tilviks eða tilraunar

útkomurúm

í líkindareikningi: allar mögulegar útkomur einhvers viðburðar, gjörnings, tilviks

eða tilraunar

V

Vennmynd

mengjamynd þar sem mengi eru teiknuð sem svæði afmörkuð af lokuðum ferlum, notuð

til að lýsa innbyrðis afstöðu mengja og aðgerða sem verka á þau; hver lokaður ferill

inniheldur eitthvað sem hefur tiltekna eiginleika

Y

yfirborðsflatarmál

summa flatarmála allra flata í þrívíðu formi eða mynd

Þ

þvermál

lengd miðstrengs í hring