L
langhlið
er lengsta hliðin í rétthyrndum þríhyrningi
lengdarbaugar
hugsaðar boglínur sem liggja frá Norðurpólnum til Suðurpólsins; þær skipta jörðinni
í tímabelti
líkur
möguleikinn á að ákveðinn atburður eigi sér stað
línulegt fall
fallið er á forminu f(x) = ax + b þar sem a og b eru fastar; grafið er bein lína
lota í tugabroti
síendurtekin runa tölustafa í óendanlegri aukastafarunu tugabrots
lotubundið tugabrot
tugabrot með lotu í aukastafarunu þess; allar ræðar tölur hafa endanleg eða lotubundin
tugabrot
M
margföldunarreglan
fjöldi mögulegra útkomna úr fleiri en einum viðburði eða tilraunar er margfeldið af fjölda
mögulegra útkomna hvers einstaks viðburðar eða tilraunar
markverðir stafir
fjöldi tölustafa í tölu að frátöldum núllum til vinstri í tölunni
meðalhraði
vegalengd deilt með tíma
mengi
vel skilgreint safn hluta sem nefnast stök
mengjahringur
lokaður ferill í teikningu sem notaður er til að afmarka mengi
miðjuhorn
horn þar sem armarnir eru tveir geislar og topppunkturinn er í miðpunkti hringsins
miðstrengur
strengur í hring gegnum miðpunkt hringsins
mælieining
stærð sem notuð er til að tilgreina gildi einhvers sem hefur verið mælt
mælitala, mál
tala sem segir til um stærð safns eða hlutar
mælitæki
tæki sem hægt er að mæla eitthvað með
N
námundargildi
það gildi sem tala tekur eftir að hún hefur verið námunduð
náttúrlegar tölur
allar heilar tölur sem eru stærri en 0
Ó
óháðir atburðir
þegar útkoma atburðar er óháð því sem gerist í öðrum atburði eða atburðum
óháð tilvik
þegar útkoma í tilviki er óháð því sem gerist í öðru tilviki eða tilvikum
ójafnar líkur
þá eru ekki sömu líkur á öllum mögulegum útkomum; þetta er oft sýnt með líkindatré
óræðar tölur
allar tölur sem ekki er hægt að skrifa sem almenn brot; allar ferningsrætur, sem eru ekki
heilar tölur, eru óræðar
P
píramídi
þrívítt form sem samanstendur af grunnfleti sem er marghyrningur og þríhyrndum
hliðarflötum sem koma saman í sameiginlegum topppunkti
prómill
hluti af 1000; þá er 1‰ jafnt og 1/1000; 1000‰ samsvara einum heilum
prósent
hluti af 100; 1% er jafnt og 1/100; 100% samsvara einum heilum
prósentustig
mismunurinn milli tveggja prósentutalna; er oft notað í skoðanakönnunum
punktarit
graf falls sem er aðeins skilgreint fyrir stök gildi þannig að ekki er hægt að draga feril
eða línu milli punktanna
Skali 2B
70