71
Skali 2B
R
rauntölur
allar tölur á talnalínunni
rétthyrningur
ferhyrningur þar sem öll hornin eru 90°
rúmfræðilegur
staður
punktur eða punktamengi sem hafa ákveðna eiginleika; hringur og miðþverill eru dæmi
um rúmfræðilega staði
rúmmál
stærð rýmis þrívíðs hlutar eða myndar
ræðar tölur
allar tölur sem skrifa má sem almenn brot
S
sammengi
í sammengi tveggja mengja, A og B, eru öll stök sem eru samtals í A eða B eða báðum
mengjum; táknið er
∪
samsíðungur
ferhyrningur þar sem tvær og tvær hliðar eru jafn langar og samsíða
SI-forskeyti
notuð til að búa til einingar sem hafa aðra stærð en grunneiningin í SI-kerfinu
SI-kerfið
alþjóðlegt einingakerfi sem byggt er á tugakerfinu og tugveldum
sívalningur
réttur sívalningur er þrívítt form sem samanstendur af botnfleti og toppfleti sem
eru hringir og hliðarfleti sem er rétthyrningur
skammhlið
heiti á styttri hliðunum í rétthyrndum þríhyrningi
skipta tölu upp eftir
sætum
að skipta tölu í einingar, tugi, hundruð o.s.frv. og skrifa hana sem summu þessara talna,
það er sem summu heilla tugvelda, til dæmis: 358 = 300 + 50 + 8
slumpreikningur
að námunda tölur áður en þær eru notaðar í reikningi þannig að auðvelt sé að reikna í
huganum
snertill
lína sem snertir feril einungis í einum punkti. Í hring er snertill alltaf hornrétt á geisla
snið
lýsing á stærð, formi eða tegund innihalds, notað í töflureikni; tölur má skrifa með
margvíslegu sniði; rithátturinn 3400 og 3,4 · 10
3
, eru tvö snið sömu tölu; 3,4E + 3
er aðeins notað í reiknivélum.
sniðmengi
sniðmengi mengjanna A og B er mengi allra staka sem eru bæði í A og B. Táknið er
∩
sniðill hrings
lína sem gengur gegnum hring og sker hringferilinn á tveimur stöðum
staðalform
tala er skrifuð á staðalformi þegar hún er skrifuð með tugabroti milli 1 og 10 og
margfölduð með tugveldi
stafrænn
eining sem túlkar eða vistar upplýsingar sem skráðar eru með tveimur gildum,
0 („af“) og 1 („á“)
stak
hlutir sem mynda mengi kallast stök þess
strengur
strik sem liggur frá einum punkti til annars á hringferli
sætiskerfi
talnakerfi þar sem sætið, sem tölustafurinn er í, ræður gildi tölustafsins;
tugakerfið er sætiskerfi
T
talnabil
allar tölur á talnalínunni sem liggja milli tiltekinna tveggja talna
talnakerfi
kerfi þar sem mismunandi tákn og samsetningar þeirra tákna tölur og fjölda; tugakerfið
og rómverskar tölur eru dæmi um ólík talnakerfi
talningarfræði
grein stærðfræðinnar sem fjallar um útreikning á fjölda möguleika
talningartré
framsetning til að sýna mismunandi samsetningarmöguleika tveggja eða fleiri viðburða
eða tilrauna