4. KAFLI
63
Mynd segir oft meira en þúsund orð!
Eða hvað?
Hellamálverk sýna oftar en ekki dýr af ýmsu tagi og
veiðimenn á veiðum.
Híeróglýfurnar voru notaðar til að skrá hluti, verk og
atburði.
Grúskaðu á netinu.
Lestu þér til um híeróglýfur
(hieroglyphics), skoðaðu
myndir og myndskeið.
Hvað heldur þú? Getur ein mynd komið
jafn miklum upplýsingum til skila og eitt
þúsund orð? Ja, hver veit. Eitt er víst að
þegar myndir og texti koma saman og
styðja við hvort annað þá þarf oft færri orð.
Myndasagan er ekki ný af nálinni. Frásögn
í myndum er hægt að rekja allt aftur til
hellisbúa sem teiknuðu upp heilu ævintýr-
in á hellisveggi. Þetta var löngu áður en
menn fóru að tjá sig á rituðu máli.
Forn-Egyptar voru líka hörkuduglegir
myndasögugerðarmenn
. Þeir rituðu
sína sögu með svokölluðu myndletri,
híeróglýfur
. Allir hlutir og persónur höfðu
myndtákn sem teiknuð voru lóðrétt og
sögðu sögu.
Þegar fram liðu stundir þróaðist letur og
ritað mál en myndir og myndskreytingar
hafa þó alltaf haldið vinsældum sínum.