

ORÐSPOR
2
16
Aukaspyrna á Akureyri
2012
Jón Jónsson, eða Nonni eins og hann er kallaður, æfir fótbolta með Þrótti
Reykjavík. Bókin er skrifuð í fyrstu persónu, sem þýðir að hann segir söguna
sjálfur. Hann lýsir því þegar hann fer ásamt félögum sínum á N1 mótið sem
haldið er á Akureyri. Þar reynir á keppnisskapið og samheldni vinanna. Í
bókinni fylgjumst við líka með afrekum Eivarar, systur Jóns. Hún æfir fót-
bolta með Þrótti en er jafnframt í íslenska landsliðinu og stefnir á atvinnu-
mennsku. Bókin fjallar um sigurvilja, hrifningu og sanna vináttu.
Aukaspyrna á Akureyri
er skrifuð af Gunnari Helgasyni og er hún önnur
bókin í stóru fótboltasögunni. Fyrsta bókin heitir
Víti í Vestmannaeyjum
, sú
þriðja
Rangstæður í Reykjavík
og síðasta bók seríunnar er
Gula spjaldið í
Gautaborg
.
Kannast þú við þessar
bækur? Manstu eftir
öðrum bókum sem einnig
fjalla um fótbolta á einn
eða annan hátt?