Previous Page  16 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 16 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

14

Fótbolti

Tár, bros og takkaskór

1990

Kiddi og Tryggvi eru fjórtán ára og æfa báðir fótbolta. Í upphafi bókar er

skólinn að byrja eftir sumarfrí og tveir nýir nemendur eru í bekknum,

Agnes sem Kiddi verður skotinn í og Skapti sem verður vinur þeirra, þrátt

fyrir að hafa meiri áhuga á ljóðagerð og ballett en fótbolta. Margt drífur á

daga bekkjarins því grunnskólamótið í fótbolta er haldið, Kiddi og Tryggvi

reyna að komast í unglingalandsliðið og ekki má gleyma að nefna skíða-

ferðalagið í Kerlingafjöll.

Tár, bros og takkaskór

var önnur bók Þorgríms Þráinssonar en fyrsta bókin

hans

Með fiðring í tánum

kom út ári áður. Þorgrímur hefur verið iðinn

höfundur og aðallega skrifað barna- og unglingabækur.

Fyrir bókina

Tár, bros og takkaskór

hlaut Þorgrímur Barnabókaverð-

laun fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1991. Það er ekki eina viðurkenn-

ingin sem Þorgrímur hefur hlotið heldur hlaut hann m.a. Íslensku

barnabókaverðlaunin árið 1997 fyrir bókina

Margt býr í myrkrinu

og

aftur árið 2010 fyrir

Ertu Guð, afi?

Sú síðari hlaut einnig Bókaverðlaun

barnanna 2011.

„Ég er Kiddi og þetta er Tryggvi, vinur minn,“ sagði Kiddi og rétti Skapta höndina.

„Við værum alveg til í að vera vinir þínir ef þú kannt eitthvað í fótbolta,“ bætti Kiddi við.

„Nei, ég er bara að grínast en það væri ekkert verra þótt þú gætir eitthvað í fótbolta því

okkur veitir ekki af að styrkja skólaliðið.“

Víða í þessari bók áttu eftir að

rekast á bókahillur. Í þeim eru bækur

sem fjalla um svipað efni

en koma út með nokkurra ára millibili.

Bókahillan