

1. KAFLI
13
Hér hefur formum og litum verið raðað þannig að það er líkt og myndefnið hreyfist.
Í hvaða átt finnst ykkur hringirnir snúast?
1. Finnið á netinu fleiri myndir sem blekkja hugann. Notið t.d. ensk leitarorð
eins og „photo illusions“ eða „photos that trick your mind“ til að auðvelda
ykkur leitina.
2. Veljið a.m.k. 3 mismunandi myndir sem ykkur þykir vera blekkjandi fyrir
hugann og safnið þeim saman í skjal.
3. Haldið stutta kynningu fyrir bekkjarfélaga ykkar þar sem þið sýnið mynd-
irnar. Reynið að fá athugasemdir frá bekkjarfélögunum um myndefnið og
skapið umræður um myndirnar.