Previous Page  13 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 13 / 132 Next Page
Page Background

1. KAFLI

11

Muna vísur, ljóð og söngtexta

Áður en fólk gat skrifað niður það sem það þurfti að muna voru

settar saman vísur til að muna hlutina. Rímið og takturinn í

vísunni hjálpar okkur að muna. Sem dæmi getum við tekið

vísuna sem inniheldur upplýsingar um dagafjölda hvers mánaðar:

Ap., jún., sept., nóv., þrjátíu hver.

Einn til hinir kjósa sér.

Febrúar tvenna fjórtán ber,

frekar einn þá hlaupár er.

Ágæt leið til þess að þjálfa minnið er að læra vísur, ljóð og söng-

lög utanbókar.

Veldu þér vísu, ljóð eða söngtexta til að læra utanbókar og farðu

með fyrir framan félaga eða allan bekkinn þinn.

Manstu hlutina?

Vinnið með námsfélaga. Annað ykkar grúfir sig eða fer fram, á

meðan hitt safnar saman 15 hlutum og raðar þeim á borðið sitt,

ekkert annað má vera á borðinu en þessir 15 hlutir. Þá kemur

sá inn sem á að spreyta sig. Hann fær eina og hálfa mínútu til

að leggja á minnið alla hlutina sem eru á borðinu. Þá grúfir

hann sig og sá sem stillti upp hlutunum fjarlægir einn hlut af

borðinu án þess að hreyfa við hinum. Þá reynir á þann sem

lagði hlutina á minnið að finna út hvaða hlutur er horfinn.

Þegar báðir hafa spreytt sig er hægt að gera leikinn erfiðari með

því að rugla þeim 14 hlutum sem eftir eru á borðinu.