ORÐSPOR
2
12
Þjálfum hugann í heild
Reiknum í huganum
Nú notið þið aftur spilastokk en bara spilin frá ás og upp í tíu.
Fyrst vinnum við með samlagningu, svo frádrátt og að lokum margföldun.
Spilari A dregur tvö spil fyrir spilara B, t.d. fimmu og þrist.
Spilari B leggur tölurnar saman í huganum og segir svarið. Síðan dregur hann frá í hug-
anum og segir svarið og að lokum margfaldar hann tölurnar saman og segir svarið.
Þegar hver spilafélagi hefur látið reyna á sig fimm sinnum prófið þið að nota þrjú spil.
Blekking
Stundum geta myndir blekkt hugann. Skoðaðu þessar myndir:
Hvort sástu fyrst, tvær stúlkur með hund eða höfuðkúpu?
Hvort sérðu tvö andlit eða drykkjarbikar?