Útbreiðsla íslams

Íslam / Síðari tímar / Útbreiðsla íslams

Sækja pdf-skjal

 

Hirðingjar Upphaf íslams átti sér stað í Medínu en breiddist snemma út um Arabíuskaganum. Múhameð varð fljótlega virtur leiðtogi og tókst að ná Mekku undir sína stjórn áður en hann lést.

Eftir að Múhameð lést þurftu fylgismenn að ákvarða hver ætti að taka sess hans sem trúarlegur og pólítískur leiðtogi múslima. Ákveðið var að skipa sérstakan arftaka sem kallaður var kalífi en kalífi þýðir fulltrúi eða arftaki. Það voru þó ekki allir á sama máli um hver ætti að verða fyrsti kalífinn og deilan um það olli því að múslimar klofnuð í tvær fylkingar sem enn eru við lýði Sunní-íslam og Shía-íslam (súnnítar og shítar).

Shítar héldu því fram að Múhameð hefði sjálfur skipað Ali ibn Abi Talib, frænda sinn og tengdason, sem arftaka sinn. Súnnítar vildu hinsvegar útnefna Abu Bakr, sem var góður vinur og tengdafaðir Múhameðs, en Múhameð hafði kvænst dóttur hans Aisha eftir að fyrri kona hans Khadija lést. Að endingu var Abu Bakr valinn kalífi og varð hann fyrstur í röð fjögurra kalífa sem lögðu mikið af mörkum við útbreiðslu og þróun íslams.

Undir stjórn kalífanna stækkaði íslamska veldið mjög hratt og varð fljótlega að miklu heimsveldi. Þegar það var í hámarki sínu náði það til þriggja heimsálfa: Evrópu, Afríku og Asíu. Vestasta land heimsveldisins var Spánn og svo teygði það sig til austurs alveg til Indlands. Menning og vísindi múslima er því blandað af hinum ýmsum áhrifum annarra þjóða eins og frá Grikkjum, Kínverjum og fjölmörgum öðrum. Múslimum gekk vel að vinna lönd og þjóðir á sitt band enda lögðu þeir minni skatta á þegna sína en margir aðrir auk þess sem gyðingar og kristnir menn fengu leyfi til að iðka trú sína.

Segja má að á árunum 750 e.Kr. til 1258 e.Kr. hafi verið gullaldartími múslima þar sem  íslam var ríkjandi trúarbrögð heimsveldisins.