Messías

Gyðingdómur / Kennisetningar og reglur / Messías

Sækja pdf-skjal

 

Ester Ofsóknir og ógæfa hafa valdið gyðingum erfiðleikum í gegnum aldirnar. En loforð um komu Messíasar vakti von í brjóstum þeirra og hefur hjálpaði þeim á erfiðum tímabilum. Messías eða mashiah, merkir hinn smurði og vísar til þess að á þessum tíma voru menn smurðir með ólífuolíu þegar þeir voru vígðir til konungs. Hann er talinn vera sá sem frelsar gyðinga undan kúgun og kemur á Guðsríki.

Samkvæmt gyðingdómi er Messías afkomandi Davíðs konungs. Davíð konungur gerði Jerúsalem að höfuðborg ríkisins og í hönd fóru góðir tímar fyrir gyðinga. Þetta ástand ríkti þar til Salómon arftaki Davíðs féll frá. Hægt er að lesa meira um Davíð konung í kaflanum Forsaga gyðingdóms > Ísraelska konungsríkið. Sá dagur sem Messías frelsar gyðinga nefnist Drottinsdagur eða Dómsdagur. Þá rennur upp sælutími gyðinga en Guð fellir dóm yfir heiðingjana.

Gyðingar undirbúa komu Messíasar með því að fylgja boðorðum Guðs. Margir gyðingar telja að stofnun Ísraelsríkis hafi verið upphaf að stofnun ríkis Messíasar þar sem Jerúsalem gegnir stóru hlutverki.