Einn guð

Gyðingdómur / Kennisetningar og reglur / Einn Guð

Sækja pdf-skjal

 

Ester Gyðingdómur er eingyðistrú en það þýðir að þeir trúa á einn Guð sem er æðstur öllum. Undirstaða tilveru gyðinga er Shema sem er mikilvægasta bæn gyðinga og byrjar á: „Heyr Ísrael! Drottinn er vor Guð; hann einn er Drottinn!“ (Biblían, 1981, 5M 6.4). Þessi setning inniheldur skilning gyðinga á einum Guði.

Það er skylda gyðinga að hlýða boðorðum Guðs til að sýna kærleika sinn. Með því að sýna Guði kærleika er einnig verið að sýna náunganum kærleika. Gyðingar líta svo á að það sé mikilvægt að elska náungann og sjálfan sig á sama hátt og þeir elska Guð. Guð gaf hins vegar honum frjálsan vilja og vildi með því gera manninum kleift að sanna sinn eigin þroska. Gyðingar túlka það einnig svo að Guð hafi ætlað þeim ákveðið hlutverk og því hafi hann gert sáttmála við forfeður þeirra.

Í hugum gyðinga er nafn Guðs, Jahve. Á hebresku er það skrifað JHWH. Um merkingu orðsins eru menn samt ekki alveg sammála en það er talið vera skylt orðinu að vera. Nafnið er svo heilagt að það má ekki nefna það upphátt og því er Guð oftast nefndur adonai sem merkir Drottinn eða þá hashem sem merkir nafnið. Í íslenskum þýðingum Gamla testamentisins er Guð oftast nefndur Drottinn.