Búddadómur / Tákn og helgir dómar / Fótspir Búdda
 
Samkvæmt gamalli goðsögn á Búdda að hafa stigið á stein eftir uppljómun sína og þá hafi fótur hans greypst í steininn og þannig mótað spor hans. Til eru nokkur fótspor greypt í stein sem kallast buddapada sem sagt er að séu mót þar sem Búdda steig til jarðar í sínu veraldlega lífi og búddistar um allan heim bera djúpa lotningu fyrir þeim.
Það er einkennandi fyrir buddapada að tærnar eru allar jafn stórar. Á þeim eru einnig oft tákn sem eru einkennandi fyrir Búdda til dæmis dharmahjólið, lótusinn eða demantarnir þrír. Sumar buddapadas eru mjög stórar og skreyttar 32, 108 eða 132 táknum Búdda. Þessara fótspora Búdda er flestra gætt í sérstökum musterum þangað sem tilbiðjendur geta fært blóm og aðrar gjafir.
Fótsporin tákna nærveru Búdda þar sem þau sýna merki þess að hann hafi stigið á jörðina en um leið tákna þau fjarlægðina við Búdda sem hefur öðlast nirvana og minna á hugmyndir hans um að tengjast ekki um of hinu veraldlega.
Sú hugmynd að tákna hið guðlega með fótum var hinsvegar algeng á Indlandi löngu fyrir tíma Búdda þar sem fætur hins guðlega eru það sem snertir jörðina. Það má sjá merki um það til dæmis á því að Indverjum ber að vera berfættir í musterum, helgidómum og jafnvel heimahúsum.