Fáni búddista

Búddadómur / Tákn og helgir dómar / Fáni búddista

Sækja pdf-skjal

 

Fáni búddista var hannaður árið 1880 og notaður upphaflega í Sri Lanka sem tákn um trú og frið. Árið 1952 var hann svo samþykktur á heimsþingi búddista sem alþjóðlegur fáni búddadóms.

Fáninn er hannaður úr þeim sex litum sem sagt er að hafi skinið í áru Búdda eftir að hann öðlaðist uppljómun sína:

  • blár fyrir samúð
  • gulur fyrir meðalveginn
  • rauður fyrir blessun
  • hvítur fyrir hreinleika og frelsun
  • appelsínugulur fyrir visku

Sjötti liturinn er svo sambland allra þessara lita.

Fáninn er tákn sameiningar búddista og er notaður í meira en 60 löndum á búddahátíðum, einkum á Vesak hátíðinni. Hægt er að lesa meira um hátíðir búddista í kaflanum Að vera búddatrúar > Hátíðir.