Verkefni:
Hver er ég:
Verkefni
Ég og hinir:
Verkefni
Fjölskyldan:
Verkefni

Ítarefni:
Að ná því besta
Áhrif fjölskyldunnar
Engir vinir
Hlutverkaspenna
Hópþrýstingur
Hversvegna ástin?
Sagan um Jenný
Kjarnafjölskyldan
Persónuleikinn
Skilnaðir

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
..Sjálfsmyndin
  Persónuleikinn
 

Í forngrísku var heitið persona notað um persónuleika og flestir fræðimenn eru sammála um það að persóna hafi upphaflega þýtt gríma. Merking hugtaksins hefur breyst lítillega í aldanna rás og nú er það oftast notað um leikarann á bak við grímuna. Við getum því sagt að persónuleiki hvers og eins sé það sem leynist á bak við grímuna en að hlutverkin séu leikin á mismunandi hátt. Með þessu er átt við að fólk breyti hegðun sinni eftir því hverja það umgengst hverju sinni. Allir vita að fólk hegðar sér öðruvísi þegar það er eitt en þegar það er með öðrum. Allir íslenskir unglingar (og reyndar unglingar í öðrum löndum líka) hegða sér öðruvísi þegar þeir umgangast afa og ömmu en egar þeir eru með jafnöldrum sínum.

Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort persónuleiki okkar breytist eða hvort hann haldi áfram að vera sá sami allt lífið. Spurningin er mjög flókin og heimspekileg. Allir virðast vita hvaða persónuleiki er, samt getur enginn lýst honum nákvæmlega. Hvernig myndir þú reyna að lýsa persónuleika þínum? Er nóg að segja að þú sért unglingur sem æfir íþróttir þrisvar í viku? Segir þetta eitthvað um hver þú ert? Þegar fólk er beðið um að lýsa sjálfu sér nota margir lýsingar á borð við duglegur, góður, húmoristi, frekja eða snillingur svo dæmi séu nefnd. Aðrir nota mun lengri lýsingar; ég er mjög duglegur, stunda körfubolta reglulega, elska kvikmyndir og góða tónlist, er heilsuhraustur, rosalega minnugur....Persónulýsingar eru yfirleitt bara dæmi um hvaða mynd einstaklingar hafa af sjálfum sér (sjálfsmynd)og hvaða eiginleika þeir telja mest áberandi í fari sínu. Lýsingin þarf alls ekki að vera í neinu samræmi við þær skoðanir sem aðrir hafa af þeim. Persónu sem þér finnst skemmtileg og hress gætu aðrir upplifað sem freka og hundleiðinlega. Hefur þú einhvern tíma velt fyrir þér hvað skoðanir fólks á þér og öðrum eru misjafnar. Stundum þegar þú hittir fólk í fyrsta sinn og ferð að tala við það er eins og þið hafið þekkst í 100 ár - í öðrum tilfellum langar þig bara alls ekki til að kynnast viðkomandi persónu betur. Þá er talað um að kemían (efnafræðin) milli einstaklinga passi eða passi ekki.

Segja má að persónuleiki fullorðins einstaklings sé fastur kjarni einkenna og eiginleika sem breytist ekki mikið, þó að breytingar eigi sér stað í umhverfinu. Fólki finnst það vera sami persónuleikinn nú og það var fyrir einu eða fimm árum síðan og flestir telja að þeir verði sama persónan eftir tíu eða tuttugu ár. Þú ert samt alltaf að læra eitthvað nýtt og sú reynsla breytir þér þó að þú takir ekki eftir því. Umhverfi og aldur hafa áhrif og að tíu árum liðnum verður þú til dæmis ekki nákvæmlega sama persónan og þú ert nú. Þú ert meira að segja ekki nákvæmlega sama persónan nú og þegar þú fórst á fætur í morgun, því þú hefur þegar orðið fyrir áhrifum umhverfisins og ert alltaf að læra eitthvað nýtt.