Verkefni:
Hver er ég:
Verkefni
Ég og hinir:
Verkefni
Fjölskyldan:
Verkefni

Ítarefni:
Að ná því besta
Áhrif fjölskyldunnar
Engir vinir
Hlutverkaspenna
Hópþrýstingur
Hversvegna ástin?
Sagan um Jenný
Kjarnafjölskyldan
Persónuleikinn
Skilnaðir

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
..Sjálfsmyndin
  Kostir kjarnafjölskyldunnar í stórborgum iðnríkja
 

William Goode (1963) hefur bent á fjölmargar ástæður fyrir því af hverju stórfjölskyldan leið undir lok í iðnríkjum og kjarnafjölskyldur tóku við.

Í iðnaðarsamfélagi er þess oft krafist að fólk flytji á milli staða. Verkamenn verða að fara þangað sem atvinna er en geta það ekki ef skyldur við ættina binda þá við ákveðin svæði.

Í iðnaðarsamfélaginu bjóðast fólki margvísleg tækifæri til að komast áfram efnahagslega og breyta stöðu sinni. Þeir sem það gera fá oft annars konar menntun og reynslu en þeir sem hafa hefðbundna og fastmótaða stöðu ættarinnar. Í stórfjölskyldunni er lífsmáti fólks og afkoma svipuð. En þeir sameiginlegu hagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi í iðnaðarsamfélaginu og þess vegna losnar um sambandið innan ættarinnar.

Í stórborgum gegna ýmis formleg samtök og stofnanir þeim verkefnum sem fjölskyldan annaðist ein áður fyrr. Þetta eru til dæmis skólar, sjúkrahús, stjórnarstofnanir, líknarstofnanir, dagvistir og fjölmiðlar. Samtök þessi og stofnanir eru ekki bundin við ákveðnar fjölskyldur eða ættir. Kostir stórfjölskyldunnar virðast því færri nú en áður og aðrir þættir taldir mikilvægari í hjúskapnum. Áhersla er lögð á náin tengsl við einn maka og að fólk eignist börn af því að það æskir þess en ekki af hagkvæmnisástæðum.

Í iðnaðarsamfélögum er lögð áhersla á að einstaklingarnir komi sér áfram vegna eigin verðleika. Ættartengslin eru ekki lengur eins ráðandi um hvaða stöðu þú færð. Stefnumið einstaklinganna verða mikilvægari en kvaðir ættarinnar og fólk ræður sjálft hvern það velur sér fyrir maka og hvar það stofnar heimili.

Börn eru ekki lengur vinnuafl heldur efnahagsleg byrði. Fjárhagslegur ágóði foreldra af því að fæða, klæða og mennta börnin er enginn. Fljótlega eftir að börnin fara að sjá sér farborða flytja þau að heiman.