Verkefni:
Hver er ég:
Verkefni
Ég og hinir:
Verkefni
Fjölskyldan:
Verkefni

Ítarefni:
Að ná því besta
Áhrif fjölskyldunnar
Engir vinir
Hlutverkaspenna
Hópþrýstingur
Hversvegna ástin?
Sagan um Jenný
Kjarnafjölskyldan
Persónuleikinn
Skilnaðir

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
..Sjálfsmyndin
  Hópþrýstingur
 

Við erum félagsverur sem höfum þörf fyrir að vera með öðrum í vinnu og frístundum. Okkur finnst við örugg þegar við erum með öðrum. Við finnum til öryggiskenndar þegar aðrir viðurkenna okkur. Við finnum öryggi í því að geta treyst öðrum og finna að okkur er treyst. Þetta sama öryggi finnum við ekki ef við höfum ekki samneyti við annað fólk. Við þurfum á fjölskyldu, vinum, nágrönnum og skólafélögum að halda til að finna hvar við stöndum, hvernig við erum og þar með hver við erum. En þessir aðrir gera kröfur til okkar. Við þurfum að haga okkur ákveðinn hátt og vera fús til að taka tillit til annarra. Ef við gerum það ekki verðum við útundan. Ef við viljum vera með og láta okkur líða eins og við eigum heima í hópnum, verðum við að sýna tillitsemi og laga okkur að hinum.

Hópurinn beitir þrýstingi, jafnvel þótt enginn láti kröfurnar í ljós berum orðum. Þegar við tilheyrum einhverjum ákveðnum hópi verðum við að hlíta skilyrðunum sem sett eru um inngöngu í hann, hvernig við eigum að haga okkur og klæða okkur. Skoðanir okkar þurfa einnig að samrýmast skoðunum hópsins hvort sem það er fjölskyldan, klíkan eða fólkið í hverfinu, bænum eða sveitinni. Ef við víkjum mikið frá settum reglum, lendum við á skjön við umhverfið og getum átt á hættu að vera útilokuð frá þátttöku í hópnum.