Verkefni:
Hver er ég:
Verkefni
Ég og hinir:
Verkefni
Fjölskyldan:
Verkefni

Ítarefni:
Að ná því besta
Áhrif fjölskyldunnar
Engir vinir
Hlutverkaspenna
Hópþrýstingur
Hversvegna ástin?
Sagan um Jenný
Kjarnafjölskyldan
Persónuleikinn
Skilnaðir

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
..Sjálfsmyndin
  Hlutverkaspenna
 

Stundum getur verið erfitt að samræma öll þau hlutverk sem við leikum og þá getur myndast hlutverkaspenna. Hafa fullorðnir nokkurn tíma sagt við þig að þú hljótir nú að skilja þetta, kominn(n) á þennan aldur, en svo umgangast þeir þig að einhverju leyti eins og þú sért barn? Heldur þú að ástæðan geti verið að þú hegðir þér þannig að fullorðnir átta sig ekki á því hvort þú ert fullorðinn eða barn? Eða getur verið að hinum fullorðnu þyki gott að geta komið fram við þig eins og barn eða fullorðinn eftir því hvað kemur þeim best hverju sinni?

Í mörgum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs er þess vænst að giftur maður sé strangur og ákveðinn gagnvart konu sinni, jafnframt því sem hann á að vera auðmjúkur og kurteis gagnvart föður sínum. Hvers konar hegðun ætti hann að sýna þegar hann er samtímis með föður sínum og eiginkonu? Hann lendir í valkreppu, hlutverkaspennu sem bara er hægt að leysa við að hann velur annað hvort hlutverkið við þessar aðstæður. Þú hefur ábyggilega upplifað hlutverkaspennu, til dæmis þegar þú varst úti með foreldrum þínum og hittir jafnaldra vini þína. Ástæðan fyrir því að ungu fólki finnst slíkar aðstæður erfiðar er að það lendir í hlutverkaspennu - upplifa andstæðar væntingar eða hópþrýsting.