Unglingar eiga ekki allir auðvelt með að eignast
vini, en fáir kjósa þó að fara
einförum, það er að segja eru
sjálfum sér alveg nógir og kæra
sig hvorki um né þarfnast vináttu eða
félagsskapar annarra. Flestu fólki finnst ömurlegt
að eiga enga vini.
Feimni getur komið í veg fyrir að sum börn
eignist vini en önnur eins og Helen, skera sig þó
úr hópnum. Unglingar eru oft miskunnarlausir
hver í annars garð, það að vera þögul(l)
og hversdaglegur, gáfaður eða klunnalegur getur
nægt til að vera ekki gjaldgengur í jafningjahópi.
Sá sem er sniðgenginn kýs oft að draga
sig í hlé, enda vandséð hvaða
möguleikar eru til að bæta stöðuna
þegar svo er komið.
|